Reyndu að stöðva mynd um afneitun

Fred Singer er níræður rannsóknarprófessor við George Mason-háskóla í Bandaríkjunum,
Fred Singer er níræður rannsóknarprófessor við George Mason-háskóla í Bandaríkjunum, Sony Pictures

Hóp­ur þekktra af­neit­un­ar­sinna í lofts­lags­mál­um reyndu að koma í veg fyr­ir að mynd­in „Merchants of Dou­bt“ kæm­ist í sýn­ingu. Hún fjall­ar um það hvernig stór­fyr­ir­tæki hafa reynt að grafa und­an vís­inda­leg­um staðreynd­um um áhrif reyk­inga og lofts­lags­breyt­ing­ar.

Mynd­in er byggð á sam­nefndri bók vís­inda­sagn­fræðing­anna Na­omi Or­e­skes og Eriks Conway. Conway var stadd­ur hér á landi í lok síðasta mánaðar og ræddi meðal ann­ars við mbl.is. Tví­menn­ing­arn­ar, ásamt leik­stjór­an­um Robert Kenner, hafa legið und­ir mik­illi gagn­rýni þeirra sem af­neita því að lofts­lags­breyt­ing­ar eigi sér stað eða að menn beri þá ábyrgð á þeim með los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um.

Einn þeirra sem kem­ur fram í mynd­inni er Fred Sin­ger, eðlis­fræðing­ur, en hann þver­tek­ur fyr­ir það að óbein­ar reyk­ing­ar séu hættu­leg­ar og að menn valdi lofts­lags­breyt­ing­um. Þegar stytt­ist í út­gáfu­dag mynd­ar­inn­ar virðist hann þó hafa fengið bakþanka því hann sendi pósta á hóp annarra þekktra af­neit­ara þar sem hann velti fyr­ir sér hvort hann gæti lög­sótt Or­e­skes eða fengið lög­bann á sýn­ingu mynd­ar­inn­ar.

Fé­lag­ar hans hvöttu hann meðal ann­ars til að kvarta til vinnu­veit­enda Or­e­skes hjá Har­vard og Stan­ford-há­skól­un­um. Sin­ger gagn­rýndi meðal Kenner einnig hart og sagði miður að hann hefði kosið að leggja lag sitt við Or­e­skes.

„Það er held­ur slæmt að þú hafi lent í slag­togi við Na­omi Or­e­skes. Hún held­ur því fram að hún sé vís­inda­sagn­fræðing­ur en því miður hef­ur hún aðeins sýnt fram á að hún er mik­ill vígapenni með frek­ar vel skil­greinda hlut­drægni,“ skrif­ar Sin­ger.

Fram­leiðend­ur og höf­und­ar mynd­ar­inn­ar láta þessi orð hins veg­ar sem vind um eyru þjóta.

„Þetta er það sem hann [Sin­ger] ger­ir. Við erum hvergi bang­in vegna þess að við vit­um að vinna okk­ar bygg­ir á staðreynd­um, ára­löng­um rann­sókn­um og er studd um­fangs­mikl­um gögn­um,“ seg­ir Or­e­skes við The Guar­di­an.

Hér fyr­ir neðan má sjá stiklu fyr­ir mynd­ina „Merchants of Dou­bt“.

mbl.is