„Sýnir veikleika ríkisstjórnarinnar“

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir framgöngu ríkisstjórnarinnar sýna veikleika …
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir framgöngu ríkisstjórnarinnar sýna veikleika hennar. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi fram­ganga sýn­ir veik­leika rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­inu og ótta henn­ar við viðbrögð þings jafnt sem þjóðar,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is um þá ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar að taka ekki upp aðild­ar­viðræður við ESB. Hann seg­ir að stjórn­ar­andstaðan muni hafa sam­band við for­ystu ESB til að upp­lýsa um aðdrag­anda ákvörðun­ar­inn­ar.

„Við mun­um auðvitað þurfa að upp­lýsa Evr­ópu­sam­bandið um að rík­is­stjórn­in hafi, með þess­ari yf­ir­lýs­ingu í dag, gert til­raun til að af­vega­leiða Evr­ópu­sam­bandið og halda fram röng­um staðreynd­um, þar sem umboð Alþing­is til rík­is­stjórn­ar, til að sækja um aðild að sam­band­inu, hef­ur aldrei verið aft­ur­kallað með lýðræðis­leg­um hætti,“ seg­ir Árni Páll.

„Seg­ir ým­is­legt um það bak­land sem hún tel­ur sig hafa“

„Þings­álykt­un­in stend­ur enn. Það er mik­il­vægt að Evr­ópu­sam­bandið átti sig á því með hvaða hætti hér var farið gegn þeim grund­vall­ar­regl­um sem alltaf hafa verið virt­ar hjá vest­ræn­um lýðræðis­ríkj­um í meiri­hátt­ar ut­an­rík­is­mál­um, að umboð þjóðþings gildi þangað til það er aft­ur­kallað, með skýr­um hætti.

Þetta er mjög óskyn­sam­leg ákvörðun og ég á ekki von á að hún njóti stuðnings þjóðar­inn­ar. Ég átta mig ekki á hugsana­gang­in­um að baki en hann er aug­ljós vitn­is­b­urður um að rík­is­stjórn­in treysti sér alls ekki til að gera þetta fyr­ir opn­um tjöld­um. Það hlýt­ur að segja ým­is­legt um það bak­land sem hún tel­ur sig hafa í mál­inu.“

Össur Skarp­héðins­son upp­færði stöðu sína á Face­book í kvöld og fjallaði þar um málið. Seg­ir hann að ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé lík­lega versta at­lag­an að full­veldi Alþing­is í lýðveld­is­sög­unni.

„Ráðherr­ar Íslands gera at­lögu að full­veldi Alþing­is, þeir brjóta lög, og hafa ekki kjark til að leggja til­lögu um slit fyr­ir þingið. Þeir von­ast til þess, að frammi fyr­ir orðnum hlut, þá gef­ist þjóðin upp. En lík­lega eru þeir ekki bún­ir að bíta úr nál­inni með lof­orð sitt um þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Íslend­ing­ar eru bún­ir að fá nóg af verk­um í skjóli næt­urs.“

Össur Skarphéðinsson telur ákvörðun ríkisstjórnarinnar vera verstu atlöguna að fullveldi …
Össur Skarp­héðins­son tel­ur ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar vera verstu at­lög­una að full­veldi Alþing­is í lýðveld­is­sög­unni.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina