„Engir kjánar Íslendingarnir“

Stuðningsmenn Evrópusambandsins funda á Austurvelli í fyrra.
Stuðningsmenn Evrópusambandsins funda á Austurvelli í fyrra. mbl.is/afp

Frétt­in af þeirri ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá í gær um að Íslend­ing­ar væru hætt­ir samn­ingaviðræðum við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) hef­ur vakið viðbrögð í frönsk­um fjöl­miðlum. 

Í blaðinu Le Fig­aro hafa 200 les­end­ur tjáð sig um frétt­ina. Eiga þeir það sam­eig­in­legt að hrósa Íslend­ing­um fyr­ir ákvörðun sína og gagn­rýna ráðamenn í ESB. 

„Þeir eru eng­ir kján­ar, Íslend­ing­arn­ir,“ seg­ir einn. „Ég er ekki leng­ur Charlie, ég er Íslend­ing­ur,“ sagði ann­ar og skír­skotaði þar með til samúðaröld­unn­ar sem reis í Frakklandi eft­ir fjölda­morðin í Par­ís fyr­ir rösk­um tveim­ur mánuðum.

„Þeir hafa brugðist hár­rétt við, al­veg skil ég þá í botn. Bra­vó,“ seg­ir sá þriðji. „Hafi Brus­sel­arn­ir ein­hvern kjark ættu þeir að fall­ast á þjóðar­at­kvæði í aðild­ar­lönd­un­um 27 um hvort íbú­ar þeirra vilji áfram fóðra þetta vit­firringa­hæli,“ sagði greini­leg­ur and­stæðing­ur ESB-bákns­ins í Brus­sel.

„Loks­ins land þar sem menn eru klár­ir í koll­in­um. Bara ef önn­ur ríki gætu nýtt sér þetta sem inn­blást­ur,“ sagði les­andi og ann­ar tók upp keflið: „Bra­vó Ísland, þeir skilja hætt­urn­ar sem ógnuðu þeim, kol­krabb­ann sem ætlaði að merg­sjúga þá og gleypa. Að mínu viti er þetta rétt ákvörðun, mjög hug­rökk, í nafni þess frels­is að ráða ör­lög­um þjóðar sinn­ar sjálf­ir. Úff, þeir sluppu vel“.

En það voru ekki all­ir hrifn­ir þótt hinir séu marg­falt miklu fleiri. „Ekki fal­legt af þeim, það þarf að láta þá borga fyr­ir þetta dýrt í viðskipt­um við ESB,“ sagði einn and­víg­ur ákvörðun ís­lensku stjórn­ar­inn­ar.

Islande: retrait de sa candi­dat­ure à l'UE

mbl.is