Fordæmalaust klúður í ESB-máli

Styrmir Gunnarsson.
Styrmir Gunnarsson. mbl.is/RAX

„Það er erfitt að finna nokk­urt for­dæmi fyr­ir því að svo illa hafi verið haldið á svo stóru máli,“ skrif­ar Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, á vefsíðu sína í til­efni af bréfi Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra til fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Málið muni hafa póli­tísk­ar af­leiðing­ar.

Eins og fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag hyggst fram­kvæmda­stjórn ESB greina bréf Gunn­ars Braga á næstu dög­um og munu full­trú­ar henn­ar svo tjá sig um efni þess.

Styrm­ir skrif­ar að í stað þess að leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á ný eða að aft­ur­kalla um­sókn­ina með ein­hliða yf­ir­lýs­ingu sé „farið í und­ar­leg­an orðal­eik, sem vissu­lega er hægt að túlka sem svo að aðild­ar­um­sókn­in sé ekki leng­ur til staðar en þegar til sög­unn­ar koma túlk­an­ir ráðherr­anna tveggja, sem hér hafa verið nefnd­ir verður mynd­in af þess­ari aðgerð rík­is­stjórn­ar­inn­ar óskýr svo að ekki sé meira sagt“.

Ráðherr­arn­ir eigi erfitt með að skýra málið

Styrm­ir tel­ur málið hafa farið í nýj­an far­veg á síðustu vik­um.

„Ein­hvern tím­ann á síðustu þrem­ur vik­um eða svo hef­ur orðið breyt­ing á þeim far­vegi sem þetta mál var í. Það hafa ber­sýni­lega hafizt sam­skipti á milli ís­lenzka ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og höfuðstöðva ESB í Brus­sel sem hafa leitt til þess­ara und­ar­legu sam­skipta, sem kynnt voru í gær og ráðherr­arn­ir eiga ber­sýni­lega í vand­ræðum með að skýra.

Senni­lega fæst ekki skýr­ing á því fyrr en stækk­un­ar­deild ESB hef­ur „greint“ bréfið frá ut­an­rík­is­ráðherra og sagt frá niður­stöðu þeirr­ar grein­ing­ar.

En lík­leg­ast er að niðurstaða þeirr­ar grein­ing­ar hafi legið fyr­ir áður en bréfið var af­hent.

Póli­tísk­ar af­leiðing­ar þessa leiks eru eft­ir­far­andi: Stjórn­ar­andstaðan mun í krafti þing­skap­ar­laga hefja enn harka­legra and­óf gegn rík­is­stjórn­inni, sem mun taka lengri tíma en af­greiðsla nýrr­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu hefði tekið.

Marg­ir í hópi and­stæðinga aðild­ar fyll­ast tor­tryggni í garð rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hvað fyr­ir henni vaki en ein­hverj­ir í þeim röðum munu gera sér von­ir um að mál­inu sé lokið,sem það aug­ljós­lega er ekki. Stjórn­ar­flokk­arn­ir munu eiga í vök að verj­ast gagn­vart al­menn­ingi,“ skrif­ar Styrm­ir.

Grein hans má nálg­ast hér.

mbl.is