Kann engin orð yfir vonbrigðin

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, hafnaði kröfu þing­flokks­formanna stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að Alþingi sendi Evr­ópu­sam­band­inu bréf um að þings­álykt­un­ar­til­laga um aðild­ar­um­sókn Íslands sé enn í gildi. Hann hafnaði einnig að halda þing­fund vegna máls­ins í dag. Helgi Hrafn Gunn­ars­son, formaður þing­flokks Pírata, seg­ist eng­in orð kunna til að lýsa von­brigðum sín­um.

„Hann reifaði meint­an mun á því að skil­greina Ísland ekki leng­ur sem um­sókn­ar­ríki og því að slíta aðild­ar­viðræðunum sem er auðvitað bar orðhengils­hátt­ur af aug­ljós­ustu sort,“ seg­ir Helgi Hrafn um fund þing­flokks­formanna með for­seta Alþing­is í morg­un.

For­menn þing­flokka stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna hafi verið skýr­ir á fund­in­um um að það leiki á vafi um hlut­verk Alþing­is í stjórn­skip­an lands­ins og ekki verði um al­var­legra mál­efni að fjalla á Alþingi nokk­urn tím­ann. Þrátt fyr­ir það hafi for­seti hafnað kröfu um að þing­fund­ur verði hald­inn í dag.

„Ég kann eng­in orð til að lýsa von­brigðunum yfir því hvert við erum að fara,“ seg­ir Helgi Hrafn.

Þing­flokk­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar sitja nú á fund­um en Helgi Hrafn seg­ir að ekki sé skýrt hver næstu skref verða í mál­inu.

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis
Ein­ar K. Guðfinns­son for­seti Alþing­is
mbl.is