Fari leið Reagan að loftslagsmálum

George Shultz, fyrrum utanríkisráðherra í stjórn Ronalds Reagan.
George Shultz, fyrrum utanríkisráðherra í stjórn Ronalds Reagan. AFP

Fyrr­um ut­an­rík­is­ráðherra í rík­is­stjórn Ronalds Reag­an, Geor­ge P. Shultz, seg­ir að Banda­ríkja­menn ættu að fara að for­dæmi Reag­an þegar kem­ur að lofts­lags­mál­um. Legg­ur hann til að ríkið fjár­festi í þróun á nýj­um orku­gjöf­um og taki upp kol­efn­is­gjald. Þeir sem af­neiti lofts­lags­vís­ind­um muni fara illa út úr raun­veru­leik­an­um.

Þetta skrif­ar Shultz í grein í blaðið The Washingt­on Post. Hún hef­ur vakið at­hygli þar sem að full­trú­ar Re­públi­kana­flokks­ins, sem Shultz til­heyr­ir, hafa verið há­vær­ir í and­stöðu sinni við aðgerðir í lofts­lags­mál­um og af­neit­un á vís­ind­um þeim tengd­um. Þar rek­ur hann meðal ann­ars hvernig haf­ís á norður­skaut­inu hef­ur verið að hverfa æ hraðar ásamt öðrum staðreynd­um hlýn­andi jarðar.

„Þetta eru hrein­ar og klár­ar at­hug­an­ir þannig að ég álykta að jörðin sé að hlýna og að kolt­ví­sýr­ing­ur hafi eitt­hvað með það að gera. Þeir sem halda öðru fram munu á end­an­um verða rænd­ir af raun­veru­leik­an­um,“ skrif­ar Shultz.

Kol­efn­is­gjald­inu skilað beint til skatt­greiðenda

Til að bregðast við vanda­mál­inu vill Shultz að menn fari að for­dæmi Reag­an for­seta. Hann hafi fengið þá sem efuðust um að menn væru að valda því að sís­tækk­andi gat myndaðist á óson­lagið til að vinna að lausn á því. Það hafi á end­an­um orðið til þess að Montreal-bók­un­in var samþykkt sem þyki best heppnaði alþjóðasamn­ing­ur á sviði um­hverf­is­vernd­ar sem gerður hef­ur verið.

„Við vit­um vel að þeir eru til sem ef­ast um vanda­mál­in sem lofts­lags­breyt­ing­ar valda. Ef þess­ir efa­semda­menn hafa hins veg­ar rangt fyr­ir sér þá eru gögn­in klár um að af­leiðing­arn­ar, þó þær verði fjöl­breytt­ar, verði aðallega slæm­ar, sum­ar þeirra skelfi­leg­ar. Af hverju þá ekki að fylgja for­dæmi Reag­an og taka út trygg­ingu?“ skrif­ar fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherr­ann.

Legg­ur hann til að fjár­fest verði í þróun og rann­sókn­um á öðrum orku­gjöf­um. Taki ríkið frum­kvæðið muni það hvetja einkaaðila til að leggja sitt af mörk­um. Þá vill hann að jafna stöðu orku­kosta þannig að þeir greiði kostnaðinn fyr­ir sam­fé­lagið sem valdi hon­um, sér­stak­lega hvað varðar kolt­ví­sýr­ings­los­un. Stig­vax­andi kol­efn­is­gjald sem skilað yrði beint til skatt­borg­ara er lausn­in sem Shultz sér fyr­ir sér svo að stjórn­mála­menn freist­ist ekki til að eyða fénu í gælu­verk­efni.

„Þetta er mín til­laga. Taktu út trygg­ingu áður en þú verður rænd­ur af raun­veru­leik­an­um. Það er aðferð Reag­an,“ skrif­ar Shultz.

Grein Geor­ge P. Shultz, fv. ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, í The Washingt­on Post

Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna frá 1981 til 1989. Hann …
Ronald Reag­an var for­seti Banda­ríkj­anna frá 1981 til 1989. Hann lést árið 2004. FRED PROUSER
mbl.is