Heildarlosun koltvísýrings hélst óbreytt á síðasta ári

Sólarrafhlöður settar upp á Indlandi. Kínverjar hafa meðal annars unnið …
Sólarrafhlöður settar upp á Indlandi. Kínverjar hafa meðal annars unnið að því að minnka loftmengun með endurnýjanlegum orkugjöfum. AFP

Heild­ar­los­un kolt­ví­sýr­ings hélst óbreytt í heim­in­um á síðasta ári frá ár­inu áður, sam­kvæmt nýj­um gögn­um frá Alþjóðaorku­mála­stofn­un­inni (IEA). Þetta er í fyrsta skipti í 40 ár sem ár­leg los­un kolt­ví­sýr­ings eykst ekki þótt hag­vöxt­ur auk­ist.

Los­un­in nam 32 gígat­onn­um árið 2014 og var sú sama og árið áður. „Þetta eru bæði gleðileg tíðindi og mik­il­væg,“ hef­ur frétta­vef­ur breska rík­is­út­varps­ins eft­ir aðal­hag­fræðingi Alþjóðaorku­mála­stofn­un­ar­inn­ar, Fatih Birot. Hann kvaðst vona að þetta yrði til þess að skriður kæm­ist á samn­ingaviðræður um aðgerðir til að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um í heim­in­um.

„Það ætti alls ekki að nota þess­ar góðu frétt­ir sem af­sök­un til að hindra frek­ari aðgerðir,“ sagði Maria van der Hoeven, fram­kvæmda­stjóri IEA.

Rakið til breyt­inga í Kína

Að sögn BBC rekja sér­fræðing­ar þetta einkum til breyt­inga á orku­notk­un í Kína og aðild­ar­ríkj­um Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, OECD. Þeir benda meðal ann­ars á að dregið hef­ur úr notk­un kola í Kína, auk þess sem Kín­verj­ar hafa gert ráðstaf­an­ir til að minnka loft­meng­un, bæta ork­u­nýt­ing­una og nýta end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: