Bjartsýnn á að samningar takist

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bindur vonir við að samningar takist við stjórnvöld í Íran um kjarnorkuáætlun landsins á næstu dögum. Hann mun funda með utanríkisráðherra Írans í dag.

Samninganefnd sex stórvelda hefur átt í viðræðum við fulltrúa Írans að undanförnu. Kjarnorkuáætlun Írans þykir afar umdeild og vilja stórveldin hindra það að Íranir komi sér upp kjarnavopnum.

Upphaflega var stefnt af því að ljúka viðræðunum fyrir 31. mars, en Kerry segist líklegt að samkomulag náist fyrir þann tíma. Engin ástæða sé að bíða frekar í tvær vikur.

„Von mín er sú að við náum að semja á næstu dögum,“ sagði utanríkisráðherrann og bætti jafnframt við að ef kjarnorkuáætlun Írana væri hófsöm og friðsamleg, þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir að hún verði samþykkt í bráð.

mbl.is