Boðað til mótmæla á Austurvelli

AFP

Boðað hef­ur verið til mót­mæla á Aust­ur­velli klukk­an tvö í dag vegna ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að slíta end­an­lega aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. 

Sem kunn­ugt er af­henti Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra full­trú­um sam­bands­ins bréf á fimmtu­dag­inn þar sem seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi samþykkt að hún hygg­ist ekki taka upp aðild­ar­viðræður við ESB á ný.

Á Face­book-síðu mót­mæl­anna hafa yfir fimm þúsund manns boðað komu sína. Þar seg­ir jafn­framt að með því að slíta end­an­lega viðræðunum við ESB hafi rík­is­stjórn­in „kosið að hunsa vilja þjóðar­inn­ar í einu og öllu. Ákvörðunin er tek­in með sér­hags­muni í huga en ekki hags­muni þjóðar­inn­ar.

Rík­is­stjórn­in geng­ur gróf­lega gegn vilja þjóðar­inn­ar í mál­inu, en 82% henn­ar vildi kjósa um það sam­kvæmt skoðana­könn­un og 53.355 skrifuðu und­ir áskor­un þess efn­is.

Mæt­um á Aust­ur­völl á sunnu­dag­inn og send­um rík­is­stjórn­inni sterk skila­boð. Samn­ing­ur við Evr­ópu­sam­bandið er ákvörðun all­ar Íslend­inga í þjóðar­at­kvæðagreiðslu en ekki ein­hliða ákvörðun Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir þar jafn­framt.

Ill­ugi Jök­uls­son rit­höf­und­ur, Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur, Jór­unn Frí­manns­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi og Guðrún Pét­urs­dótt­ir lífeðlis­fræðing­ur munu öll flytja ávarp á mót­mæla­fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina