„Gunnar Bragi fullkomlega úti að aka“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Við mun­um hafa stöðugt sam­band áfram við alla sem við höf­um aðgang að inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að koma rétt­um staðreynd­um á fram­færi. Það er lýðræðis­leg skylda okk­ar,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir funduðu í morg­un vegna þeirr­ar ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar að taka ekki upp aðild­ar­viðræður við ESB. Sem kunn­ugt er af­henti Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra full­trú­um sam­bands­ins bréf á fimmtu­dag­inn sl. þar sem seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi samþykkt að hún hygg­ist ekki taka upp aðild­ar­viðræður við ESB á ný. 

Í kjöl­farið sendu for­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna sam­eig­in­legt bréf til ESB þar sem lýst er af­stöðu þeirra til ákvörðun­ar­inn­ar, og að rík­is­stjórn­in hafi hvorki umboð þings né þjóðar til að breyta stöðu Íslands gagn­vart sam­band­inu. Árni Páll seg­ir eng­in form­leg viðbrögð hafa borist frá ESB, en stjórn­ar­andstaðan verði áfram í þéttu sam­ráði vegna máls­ins.

„Við erum núna að standa vörð um stöðu þings­ins og virðingu fyr­ir skuld­bind­inga­gildi þings­álykt­ana og áhersla okk­ar í dag mun vera á það. Við tök­um svo skref­in áfram eft­ir því sem aðstæður bjóða upp á á næstu dög­um,“ seg­ir Árni Páll.

Seg­ir Gunn­ar Braga hafa gerst sek­an um lög­brot

Í aðsendri grein ut­an­rík­is­ráðherra í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann stjórn­ar­and­stöðuna skrum­skæla stöðu aðild­ar­um­sókn­irn­ar í bréf­inu til ESB, og fara þar með rang­færsl­ur. Árni Páll vís­ar þessu á bug, og seg­ir Gunn­ar Braga „full­kom­lega úti að aka“ í lög­fræðileg­um grein­ing­um á mál­inu.

„Það er ekk­ert í þess­um pistli annað en hár­tog­an­ir um það að þings­álykt­an­ir gildi ekki nema fram að kosn­ing­um sem stenst ekki á nokk­urn hátt. Þá er þarna að finna af­sak­an­ir hans og furðuleg­ir orðaklæk­ir til þess að reyna að af­saka það aug­ljósa lög­brot sem hann hef­ur gerst sek­ur um: að bera þetta bréf ekki und­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is eins og gera á með all­ar meiri­hátt­ar ákv­arðanir í ut­an­rík­is­mál­um,“ seg­ir Árni Páll. 

„Annað hvort er þetta ekki meiri­hátt­ar ákvörðun í ut­an­rík­is­mál­um og hef­ur þá eng­in áhrif, eða þetta er lög­brot. Hann verður að velja annað hvort,“ bæt­ir hann við og seg­ir það ekki rétt að stjórn­ar­andstaðan hafi á ein­hvern hátt stöðvað fram­gang þessa máls í fyrra, held­ur hafi það verið stjórn­ar­meiri­hluti sem treysti sér ekki til að af­greiða til­lög­una út úr ut­an­rík­is­mála­nefnd.

Yf­ir­veguð til­raun til að kom­ast fram­hjá þing­inu

„Þetta bréf er yf­ir­veguð til­raun rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að kom­ast fram­hjá þing­inu í máli sem þingið hef­ur þegar markað stefnu í og það er brot á grund­vall­ar­reglu þing­ræðis. Ég er sam­mála bæði for­manni ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og for­seta þings­ins í því að þings­álykt­un­in frá 2009 er í fullu gildi,“ seg­ir Árni Páll.

Þá seg­ir hann þings­álykt­an­ir á sviði ut­an­rík­is­mála hafa skuld­bundið þingið þar til það breyti þeim, og það sé því ekki þannig að þær falli úr gildi við kosn­ing­ar. Þegar nýr þing­meiri­hluti mynd­ist beri þeim meiri­hluta að breyta samþykkt­inni sem fyr­ir er. „Það hef­ur ekki verið gert í þessu efni. Það hef­ur verið boðað af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að það verði gert en rík­is­stjórn­in hef­ur ekki treyst sér til að leggja slíka til­lögu á ný fyr­ir þingið.“

Þing­fund­ur á Alþingi fer fram klukk­an 15 í dag, og má bú­ast við því að málið verði rætt í þing­inu. „Það má bú­ast við umræðum um þetta mál í dag enda búið að vega að grund­vall­ar­stoð þing­ræðis í land­inu og það væri annað hvort að þing­menn létu til sín taka við þær aðstæður þegar þeir loks­ins fá aðgang að ræðustól alþing­is.“

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra
mbl.is