„Stappar nærri landráðum“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Árni Páll Árna­son, sagði í umræðum á Alþingi í dag það stappaði nærri landráðum að Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra hafi átt í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið um orðalag á bréf­inu sem rík­is­stjórn­in sendi sam­band­inu þar sem farið var fram á að Ísland væri tekið af lista yfir um­sókn­ar­ríki.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa farið mik­inn í umræðum á Alþingi í dag um ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Rík­is­stjórn­in hef­ur verið sökuð um að reyna að fara fram­hjá þing­inu í mál­inu og að í stað þing­ræðis hefði verið inn­leitt ráðherr­aræði. Svo virt­ist sem ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar teldu sig geta gert hvað sem er á meðan ekki væri samþykkt van­traust á þá. Ró­bert Mars­hall, þing­flokks­formaður Bjartr­ar framtíðar, sagði að svo virt­ist sem rík­is­stjórn­in skildi ekki stjórn­skip­an lands­ins. Katrín Júlí­us­dótt­ir, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist ósam­mála því. Rík­is­stjórn­inni væri ein­fald­lega sama um hana.

Mikið var rætt um það hvort eng­ar þings­álykt­un­ar­til­lög­ur væri í gildi fyrst rík­is­stjórn­in teldi ekki að þings­álykt­un frá 2009 um um­sókn um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið væri bind­andi fyr­ir sig.

mbl.is