VÍ: Staða aðildarumsóknar óbreytt

AFP

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) seg­ir að staða aðild­ar­um­sókn­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu sé sú sama og verið hef­ur frá því ný rík­is­stjórn tók við völd­um, þrátt fyr­ir að ut­an­rík­is­ráðherra hafi birt til­kynn­ingu þess efn­is að Ísland væri ekki leng­ur í hópi um­sókn­ar­ríkja ESB.

„Telji nú­ver­andi rík­is­stjórn rétt að slíta aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið ætti slíkt að ger­ast sam­kvæmt ríkj­andi stjórn­skipu­lagi og stjórn­mála­leg­um hefðum,“ seg­ir VÍ í til­kynn­ingu. 

Hún er svohljóðandi:

„Í síðustu viku birti ut­an­rík­is­ráðherra til­kynn­ingu þess efn­is að Ísland sé ekki leng­ur í hópi um­sókn­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Þessi ákvörðun bygg­ir á samþykkt rík­is­stjórn­ar­inn­ar síðastliðinn þriðju­dag, sem fel­ur í sér að nú­ver­andi stjórn­völd hafi ekki í hyggju að taka upp aðild­ar­viðræður við ESB á nýj­an leik.

Það er mat Viðskiptaráðs Íslands að þrátt fyr­ir til­kynn­ingu ut­an­rík­is­ráðherra sé staða aðild­ar­um­sókn­ar Íslands sú sama og verið hef­ur frá því ný rík­is­stjórn tók við völd­um. Jafn­framt tel­ur Viðskiptaráð að þau vinnu­brögð sem viðhöfð hafa verið í þessu máli séu gagn­rýni­verð. Telji nú­ver­andi rík­is­stjórn rétt að slíta aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið ætti slíkt að ger­ast sam­kvæmt ríkj­andi stjórn­skipu­lagi og stjórn­mála­leg­um hefðum.

Verklag sem þetta skap­ar hættu­legt for­dæmi og eyk­ur enn á þann stjórn­mála­lega óstöðug­leika sem ein­kennt hef­ur Ísland frá haust­mánuðum 2008. Ef ætl­un­in er að efla lífs­kjör á Íslandi er grund­vall­ar­atriði að efna­hags­leg­ur stöðug­leiki auk­ist. Þver­póli­tísk sátt um aðferðafræði og mál­efna­leg umræðuhefð eru hryggj­ar­stykki þess mark­miðs.

Fyr­ir um ári  samþykkti stjórn Viðskiptaráðs sam­hljóða álykt­un þess efn­is að ekki væri rétt að slíta aðild­ar­viðræðum við ESB á þess­um tíma­punkti. Þar kom fram að skyn­sam­leg sátta­leið í þessu erfiða máli væri að gera hlé á aðild­ar­viðræðum við ESB til loka kjör­tíma­bils­ins í stað þess að slíta þeim.

Það er mat stjórn­ar Viðskiptaráðs að sú leið myndi skapa grund­völl fyr­ir stjórn­völd til að vinna að upp­bygg­ingu efna­hags­lífs­ins næstu árin í breiðari sátt við aðila vinnu­markaðar­ins og aðra hags­munaaðila en ella. Nálg­un af þessu tagi væri enn­frem­ur í takt við mark­mið stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um auk­inn sam­taka­mátt og sam­vinnu í helstu verk­efn­um þjóðfé­lags­ins. Þar seg­ir:

„Rík­is­stjórn­in mun leit­ast við að virkja sam­taka­mátt þjóðar­inn­ar og vinna gegn því sund­ur­lyndi og tor­tryggni sem ein­kennt hef­ur ís­lensk stjórn­mál og umræðu í sam­fé­lag­inu um nokk­urt skeið. Fram­far­ir og bætt lífs­kjör á Íslandi hafa byggst á sam­vinnu og sam­heldni og til framtíðar munu Íslend­ing­ar halda áfram að leysa sam­eig­in­lega af hendi helstu verk­efni þjóðfé­lags­ins.“

Fyr­ir­liggj­andi til­kynn­ing ut­an­rík­is­ráðherra og sú aðferðafræði sem samþykkt rík­is­stjórn­ar­inn­ar fel­ur í sér geng­ur þvert á þessi orð.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina