Óljós staða ESB-umsóknar

Birgir Ármannsson (t.v.) og Óttarr Proppé (t.h.).
Birgir Ármannsson (t.v.) og Óttarr Proppé (t.h.). mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ótt­arr Proppé, þingmaður Bjartr­ar framtíðar og nefnd­armaður í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is, seg­ir óljóst eft­ir fund nefnd­ar­inn­ar í morg­un hvort aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu hafi form­lega verið slitið með bréfi Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, til full­rúa Evr­ópu­sam­bands­ins. 

„Það er ljóst að Evr­ópu­sam­bandið hef­ur ekki brugðist við bréf­inu,“ seg­ir Ótt­arr og bæt­ir við að afstaða ráðherra um að hon­um beri ekki að leggja meiri­hátt­ar breyt­ing­ar fyr­ir Alþingi til samþykkt­ar staðfest­ist á fund­in­um. „Það í raun og veru finnst mér staðfesta stjórn­skipu­lega óvissu sem við erum í, sem er eig­in­lega óþolandi,“ seg­ir Ótt­arr.

Hann seg­ir stöðu ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is og þingið vera óljósa miðað við af­stöðu ráðherra. „Ráðherra mun flytja skýrslu á Alþingi í dag og það verða umræður um hana. Von­andi skýrist þetta bet­ur í dag,“ seg­ir Ótt­arr.

mbl.is