Skiptir sér ekki af umræðunni á Íslandi

AFP

„Ég tel að þetta sé eitt­hvað sem Ísland verði að ákveða inn­an­lands. Evr­ópu­sam­bandið get­ur skipt sér af stjórn­má­laum­ræðunni í land­inu. Það er Íslands að ákveða hver ná­kvæm­lega staða lands­ins er gagn­vart sam­band­inu.“

Þetta sagði Ed­gars Rin­kevics, ut­an­rík­is­ráðherra Lett­lands, á blaðamanna­fundi í Brus­sel í dag eft­ir fund í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins en Lett­land fer með for­sætið í ráðinu fram á sum­ar. Ráðherr­ann var spurður af blaðamanni um stöðu Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu og hvort hann gæti út­skýrt hvað væri um að vera í land­inu í þeim efn­um. Bréf hefðu bæði komið frá stjórn­völd­um og stjórn­ar­and­stöðunni sem gengju sitt í hvora átt­ina.

Rin­kevics sagðist hafa kynnt bréf­in fyr­ir ráðherr­aráðinu sem hefðu tekið þau til skoðunar. Ekki stæði til að sér­stök umræða færi fram um þau inn­an ráðsins. Hann ít­rekaði hins veg­ar að það væri Íslands að ákveða hvernig landið tæki á mál­inu í sam­ræmi við stjórn­skip­un þess.

Spurður áfram hvort rétt væri að ef Íslands ákveddi að taka upp þráðinn að nýju þyrfti landið ekki að sækja um á nýj­an leik sagði ráðherr­ann að hann vildi ekk­ert tjá sig um málið. Bréf­in hefðu verið tek­in til skoðunar en ráðherr­aráðið ætlaði ekki að blanda sér í stjórn­má­laum­ræðuna á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina