Þjóðin fái að segja sitt álit

AFP

Miðstjórn ASÍ vill að lands­menn fái að segja sitt álit á því hvort aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði fram­haldið með þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Hún seg­ir nýj­asta út­spil ut­an­rík­is­ráðherra með slík­um ólík­ind­um að undru sæti.

Þetta kem­ur fram í álykt­un miðstjórn­ar­inn­ar.

Þar seg­ir, að frá ár­inu 2008 hafi árs­fund­ir og þing Alþýðusam­band Íslands ít­rekað ályktað um Evr­ópu­mál. Í þeim álykt­un­um hafi meg­in­stefið verið að aðild­ar­viðræðum verði lokið og aðild­ar­samn­ing­ur lagður í dóm þjóðar­inn­ar í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

„Nú­ver­andi rík­is­stjórn komst m.a. til valda vegna lof­orða fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2013 um að þjóðin yrði spurð hvort halda ætti aðild­ar­viðræðum við ESB áfram. Það lof­orð var svikið. Ut­an­rík­is­ráðherra reyndi að ýta mál­inu út af borðinu í fe­brú­ar í fyrra þegar hann setti fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að viðræðum yrði slitið en upp­skar ekki annað en reiðiöldu og mót­mæli í sam­fé­lag­inu, m.a. miðstjórn­ar ASÍ sem sendi frá sér harðorðaða álykt­un af þessu til­efni,“ seg­ir í álykt­un­inni.

„Nýj­asta út­spil ut­an­rík­is­ráðherr­ans í sam­skipt­um við Evr­ópu­sam­bandið er með slík­um ólík­ind­um að undr­un sæt­ir. Í þeim ein­beitta ásetn­ingi sín­um að slíta aðild­ar­viðræðum Íslands við ESB hunsaði hann leik­regl­urn­ar, hann hunsaði sjálft Alþingi Íslend­inga sem hóf þessa veg­ferð á sín­um tíma. Ráðherr­ann og rík­is­stjórn­in hunsa líka vilja meiri­hluta þjóðar­inn­ar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðild­ar­samn­ing. Þetta er svo risa­vaxið álita­mál um framtíðarmögu­leika okk­ar þjóðar, að það hlýt­ur að vera rétt­mæt krafa að þjóðin sjálf fái að segja sitt álit. Það hlýt­ur einnig að vera lág­marks­krafa til ráðherra í rík­is­stjórn að þeir standi við lof­orð sem þeir marg end­ur­tóku fyr­ir kosn­ing­ar. Við hvað er rík­is­stjórn­in hrædd? Leyfið fólk­inu að segja sitt álit á því hvort aðild­ar­viðræðum við ESB verði fram­haldið með þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina