Ríkið dragi úr losun gróðurhúsalofts

Barack Obama skrapp í gær í dagsferð til Ohio.
Barack Obama skrapp í gær í dagsferð til Ohio. AFP

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti þykir ekki nóg að pré­dika fyr­ir öðrum um nauðsyn þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda Hef­ur hann ákveðið að stjórn­völd líti sér nær. 

Þess vegna mun Obama síðar í dag und­ir­rita til­skip­un sem fel­ur í sér að Banda­ríkja­stjórn dragi sjálf úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem talið er eiga sök á hlýn­un jarðar.

Ligg­ur ekki nán­ar fyr­ir hendi til hvaða ráðstaf­ana ein­stök ráðuneyti þurfa að grípa til að draga úr los­un. Hins veg­ar mun fjöldi stórra banda­rískra fyr­ir­tækja, sem eiga jafn­an í um­tals­verðum viðskipt­um við stjórn­völd, taka þátt og skuld­binda sig til að lækka eig­in los­un.

Obama er sagður með þessu von­ast til að aðgerðir Banda­ríkja­stjórn­ar geti orðið öðrum rík­is­stjórn­um for­dæmi. Á næstu vik­um er bú­ist við að stjórn­völd í Washint­gon og fleiri lönd­um kynni fram­lag sitt til nýs lofts­lags­sátt­mála sem end­an­lega verður gengið frá á lofts­lags­ráðstefn­unni í Par­ís í des­em­ber nk.

mbl.is