Vildi þjóðaratkvæði um ESB

Karl Garðarsson alþingismaður.
Karl Garðarsson alþingismaður. mbl.is

„Ég er þeirr­ar skoðunar að rétt sé að spyrja þjóðina um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. Það eru skipt­ar skoðanir um málið, eins og kann­an­ir hafa leitt í ljós.“

Þetta seg­ir Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á vefsíðu sinni í dag. Hins veg­ar sé ekki hægt að ætl­ast til þess að ríks­stjórn and­stæð inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið haldi viðræðunum áfram. Slík at­kvæðagreiðsla gæti þannig aldrei orðið fyrr í fyrsta lagi við lok kjör­tíma­bils­ins. 

„Þetta er bjarg­föst skoðun mín. Þegar kom að fram­haldi máls­ins varð önn­ur skoðun ofan á. Ég virði þá niður­stöðu þó ég sé ekki sam­mála henni. Að þessu sögðu vil ég taka skýrt fram að ég er á móti aðild að Evr­ópu­sam­band­inu eins og staðan er í dag. Staða sam­bands­ins er slík og óviss­an mik­il um framtíð þess að aðild væri ekki skyn­sam­leg fyrr en mál færu að skýr­ast. Kannski verð ég kom­inn á aðra skoðun varðandi aðild eft­ir fimm eða tíu ár. Ómögu­legt að segja.“

Karl seg­ir að ákv­arðanir þing­manna eigi enn­frem­ur ekki að binda þá sem erfi landið um alla framtíð. „Ef börn okk­ar og barna­börn telja hag sín­um best borgið með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, þá mun ég að sjálf­sögðu virða þá ákvörðun.“

mbl.is