„„Rosalega varstu heppin“ hljómar í eyrum mínum þessa dagana því mér áskotnaðist að fá að taka þátt í 10 vikna heilsuátaki Hreyfingar og Smartlands. Já, ég var valin í hóp 5 kvenna til að standast 10 vikna lífsstílsbreytingu,“ segir Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir 48 ára þjónustufulltrúi í Reykjavík í sínu fyrsta bloggi á Smartlandi Mörtu Maríu.
Sigrún Lóa segir að lifnaðarhættir hennar hafi verið í óreglu frá því hún man eftir sér. Hún fór í fyrstu megrunina 14 ára gömul.
„Nú fæ ég leiðsögn, verkfæri, frábæra aðstöðu og leiðbeiningar frá fagfólki sem kann til verka til að breyta lifnaðarháttum mínum sem í mörg ár, eða eiginlega frá því ég man eftir mér, hefur verið í rugli ... já algjöru rugli. Líf mitt einkenndist af megrunum, kúrum, matarfíkn, hömlulausu áti, þunglyndi og pirring og aftur megrunum og átökum. Ég hef sem sagt frá því að síðan ég var 14 ára hef ég verið eins og hömlulaust jójó upp og niður. En nú er komið að því, ég er orðin þroskuð, veit hvað ég vil, hef staðfestu og þor til að standast þetta og breyta mínum lífsstíl til frambúðar,“ segir Sigrún Lóa.
HÉR er hægt að lesa pistilinn í heild sinni.