Aukaveiðigjald á makríl til umræðu

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Reiknað var með því í gær að mak­ríl­frum­varpið og veiðigjalda­frum­varpið yrðu kynnt rík­is­stjórn­inni og þing­flokk­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna í dag, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Meðal þess sem var í drög­um að frum­varp­inu var að lagt verði viðbót­ar­veiðigjald á mak­ríl, 10 krón­ur á kíló. Það mun skila rík­is­sjóði auka­lega 1,5 millj­örðum króna miðað við 150.000 tonna mak­ríl­kvóta. Verði sú raun­in verður veiðigjald á mak­ríl hærra en á þorski.

Ugg­ur mun vera í mak­rílút­gerðum vegna hug­mynda um hækk­un veiðigjalds­ins. Þær ótt­ast versn­andi af­komu vegna aðstæðna á mörkuðum í Aust­ur-Evr­ópu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina