Viðræður stórveldanna sex við írönsk stjórnvöld um kjarnorkuáætlun Írana héldu áfram í dag. Enn er óvíst hvort samningar náist áður en fresturinn rennur út í lok morgundagsins, þriðjudags.
Utanríkisráðherrar ríkjanna sex, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands, funduðu með fulltrúum Írans í svissnesku borginni Lausanne í dag. Að sögn samningamanna er enn deilt um þrjú atriði; í hve langan tíma samningurinn á að gilda, hvernig skuli hátta eftirliti með þvi að samningurinn sé haldinn og loks hvernig staðið verði að því að afnema refsiaðgerðir gegn Íran.
Það er utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, sem leiðir viðræðurnar. Fundurinn í dag var sá fyrsti þar sem utanríkisráðherrar allra ríkjanna komu saman.
Svo virðist sem samkomulag sé að nást um að tryggt sé að Íranar geti ekki framleitt kjarnorku vopn, en enn virðist eitthvað skorta á samkomulag á pólitísku hliðinni.
Vonir standa til þess að hægt verði að skrifa undir samkomulag á morgun.