Heilmikil vinna framundan

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. mbl.is/Styrmir Kári

Frum­vörp Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar um veiðigjöld og mak­ríl voru af­greidd úr þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag. Jón Gunn­ars­son, þingmaður flokks­ins og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir að heil­mik­il vinna sé framund­an hjá at­vinnu­vega­nefnd­inni að fara yfir frum­vörp­in.

Rík­is­stjórn­in samþykkti frum­vörp­in á fundi sín­um í fyrr í dag. Sam­kvæmt þeim á viðbót­ar­veiðigjald á mak­ríl að skila rík­is­sjóði ein­um og hálf­um millj­arða króna á ári næstu sex árin og mun veiðigjaldið hækka um rúm­an millj­arð króna frá því í fyrra.

Jón seg­ir í sam­tali við mbl.is að þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi fengið held­ur stutt­an tíma til að skoða frum­vörp­in.

„Það ligg­ur í hlut­ar­ins eðli að þegar frum­vörp­in koma til þings­ins strax eft­ir páska, þá hefst vinna nefnd­ar­inn­ar við að meta áhrif þess­ara frum­varpa á at­vinnu­grein­ina. Það er auðvitað mark­mið beggja stjórn­ar­flokka að vera ekki með íþyngj­andi veiðigjöld, held­ur að hafa þau þannig að grein­in geti áfram dafnað og vaxið og skilað góðu fyr­ir þjóðarbúið,“ seg­ir hann.

„Við eig­um eft­ir að fara yfir þá út­reikn­inga og það sem ligg­ur á bak við frum­vörp­in. Þetta er auðvitað nokk­ur breyt­ing, sér­stak­lega hvað varðar mak­ríl­inn, og við þurf­um að fara yfir for­send­ur frum­varp­anna, afla okk­ur upp­lýs­inga og meta stöðuna út frá því,“ bæt­ir Jón Gunn­ars­son við.

Frétt mbl.is: Veiðigjöld hækka um rúm­an millj­arð

mbl.is