Staðfesta loforð um að draga úr losun

Barack Obama, forseti, kynnti fyrst loforðið um að draga úr …
Barack Obama, forseti, kynnti fyrst loforðið um að draga úr losun í heimsókn í Kína í nóvember í fyrra. AFP

Banda­rísk stjórn­völd hétu því form­lega í dag að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 25-28% miðað við árið 2005 fyr­ir árið 2025. Barack Obama, for­seti, gaf lof­orðið í Kína í fyrra en nú er stjórn hans og næstu stjórn­ir bundn­ar af því gagn­vart Sam­einuðu þjóðunum.

„Um ára­tuga­skeið höf­um við vitað hvers vegna meðal­hiti jarðar fer hækk­andi. Það er tími til kom­inn að við tök­um mark á viðvör­un­um. Það er kom­inn tími til að heims­byggðin grípi til aðgerða,“ sagði Bri­an Deese, ráðgjafi rík­is­stjórn­ar Obama þegar hann kynnti fyr­ir­heitið í dag.

Lof­orðið kem­ur í aðdrag­anda lofts­lagsþings Sam­einuðu þjóðanna sem haldið verður í Par­ís í des­em­ber. Þar er stefnt að því að gera fyrsta sam­komu­lagið sem skuld­bind­ur bæði rík­ar og snauðar þjóðir til að grípa til aðgerða til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem valda lofts­lags­breyt­ing­um. Mark­miðið er að halda hlýn­un jarðar inn­an við 2°C miðað við tíma­bilið fyr­ir iðnbylt­ingu.

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök hafa tekið áform­um banda­rískra stjórn­valda vel en vara við því að þau dugi ein og sér eng­an veg­inn til þess að halda hlýn­un inn­an við 2°C.

mbl.is