Fulltrúar Írana og sex heimsvelda segja að samkomulag sé í höfn um kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu. Eftir langa og stranga samningalotu sem staðið hefur yfir undanfarna daga hafi „lausnir“ fundist um ramma að formlegu samkomulagi að því er kemur fram í röð Twitter-færslna frá leiðtogunum.
Hassan Rouhani, forseti Íran, skrifaði á Twitter-síðu sína að samkomulag hefði náðst um lykilþætti um samning um kjarnorkuáætlun landsins. Hafist yrði handa nú þegar við að vinna drög að samkomulaginu. Endanlegur og formlegur samningstexti eigi að vera tilbúinn fyrir 30. júní.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði einnig á Twitter að aðilar hefðu nú forsendur til að leysa úr meiriháttar ágreiningsmálum. Vinna við endanlegt samkomulag hæfist fljótt.
Solutions on key parameters of Iran #nuclear case reached. Drafting to start immediately, to finish by June 30th. #IranTalks
— Hassan Rouhani (@HassanRouhani) April 2, 2015
Big day: #EU, P5+1, and #Iran now have parameters to resolve major issues on nuclear program. Back to work soon on a final deal.
— John Kerry (@JohnKerry) April 2, 2015