Forsætisráðherra Ísraels ósáttur

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans sé ógn við Ísrael. Það auðveldi Írönum að koma sér upp kjarnorkuvopnum og auki þar með hættuna á að styrjöld brjótist út.

Hann ræddi símleiðis við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, seint í gær og lýsti þá megnri óánægju með samninginn. Telur forsætisráðherrann að stórveldin sex eigi að setjast aftur að samningsborðinu þangað til að betri samningur náist.

Til­kynnt var um að sam­komu­lag hafi náðst um lyk­ilþætti sem varða var­an­legt sam­komu­lag á milli Írana og sex heimsvelda í gær. Sam­komu­lagið geng­ur út á að kjarn­orku­áætlun Írana verði sett tak­mörk en á móti verði refsiaðgerðum gegn þeim aflétt.

Obama lýsti í gær yfir ánægju sinni með sam­komu­lagið. Hann sagðist sann­færður um að það myndi gera heim­inn ör­ugg­ari. Hann varaði þó við því að ef Íran­ar reyna að svíkj­ast um þá muni heims­byggðin vita af því.

Frétt mbl.is: „Gerir heiminn öruggari“

mbl.is