Hvítur lögregluþjónn í Suður-Karólínu hefur verið ákærður fyrir morð eftir að myndskeið sem sýnir hann skjóta svartan mann á flótta undan honum var birt.
Rannsakendur á vegum ríkisins handtóku Michael Slager, sem er lögreglumaður í North-Charleston, í gærkvöldi eftir að hafa séð myndskeið tekið á síma sem sýnir hann skjóta manninn.
Samkvæmt upplýsingum frá Suður-Karólínuríki var Walter Lamer Scott skotinn eftir að hafa áður verið skotinn með rafbyssu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á morðinu.
„Þegar þú brýtur af þér þá brýtur þú af þér,“ segir borgarstjórinn í North-Charleston, Keith Summey, þegar hann greindi fréttamönnum frá handtökunni. „Þegar þú tekur ranga ákvörðun þá er mér nákvæmlega sama hvort þú berð skjöld eða ert almennur borgari. Þú verður að búa við það.“
Í frétt BBC kemur fram að lögreglan í Bandaríkjunum skjóti á hverju ári hundruð manna til bana en einungis í nokkrum tilvikum eiga þeir yfir höfði sér saksókn vegna þess.
Á laugardag stöðvaði lögreglan bifreið Scotts þar sem ljós á bifreiðinni var brotið, segir í fréttum bandarískra fjölmiðla.
Það var síðan New York Times sem birti myndskeið af atburðinum. Þar sést koma til lítilsháttar ryskinga áður en Scott flýr af vettvangi. Á myndskeiðinu sést lögreglumaðurinn skjóta nokkrum skotum að Scott sem fellur til jarðar.
<iframe allowfullscreen="true" frameborder="0" height="373" id="nyt_video_player" marginheight="0" marginwidth="0" scrolling="no" src="http://graphics8.nytimes.com/bcvideo/1.0/iframe/embed.html?videoId=100000003615939&playerType=embed" title="New York Times Video - Embed Player" width="480"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>Tvö dagblöð í Charleston, Post og Courier, greina frá því að Scott hafi verið handtekinn í um tíu skipti áður en yfirleitt vegna þess að hann hafi ekki greitt meðlag eða ekki mætt við dómsupptöku.
Bróðir Scotts, Anthony, segir í viðtali við Post og Courier að hann telji bróður sinn hafa reynt að flýja vegna þess að hann skuldaði meðlag með barni sínu.