Birtu annað myndband

Walter Scott var fjögurra barna faðir.
Walter Scott var fjögurra barna faðir.

Yfirvöld í Suður-Karólínu hafa afhent fjölmiðlum myndband sem sýnir atburðarásina sem átti sér stað áður en lögreglumaðurinn Michael Slager skaut hinn óvopnaða Walter Scott til bana.

Slager hafði afskipti af Scott þar sem bíll hans var með brotið ljós. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél í lögreglubílnum, sést Scott leggja bílnum og Slager biður hann um öku- og skráningarskírteini.

Scott útskýrir að hann sé að kaupa bílinn en það mál sé í ferli og því hafi hann ekki tilskilda pappíra meðferðis. Slager snýr aftur í lögreglubílinn. Stuttu síðar opnar Scott dyrnar á bílnum sínum og hleypur af stað og skilur eftir farþega.

Á myndbandinu sést ekki þegar Slager skýtur átta skotum á Scott en heyra má öskur og skothljóð utan rammans.

Farþegi bílsins var yfirheyrður af öðrum lögreglumanni en svo leyft að fara. Hans er nú leitað að lögfræðingum Scott-fjölskyldunnar.

mbl.is