Björn Bragi geymdur í geymslu

Þeir Áttumenn frumsýna nýjan þátt í kvöld.
Þeir Áttumenn frumsýna nýjan þátt í kvöld.

Áttan hefur hafið göngu sína á mbl.is og það með miklum látum.

Í þætti kvöldsins skyggnast liðsmenn Áttunnar inní líf Björns Braga og komast að ýmsu um Gettu Betur spyrillinn. Sonur Egils Helgasonar sendir Björn Braga niður í geymslu þar sem hann á víst heima.

Eins og kom fram í gær er frumsýnt nýtt tónlistarmyndband í þættinum og lag sem fjallar um ferðalag þeirra Áttumanna um Ísland og var það unnið í samstarfi við Ferðafélag Íslands.

Mikið hefur verið um símaþjófnað í miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir og reyna þeir í þættinum að takast á við þann vanda.

Í þætti kvöldsins keppa Áttumenn einnig um að gera hver annan vandræðalegan. Keppnin fellst í því að spyrja bláókunnugt fólk spurninga sem þeir gera fyrir hver annan og spyrillinn hefur því aldrei séð áður. 

Þetta er pakkaður þáttur sem þú mátt ekki missa af.

Heimasíðu þáttarins má finna hér

Hægt er að fylgjast með Áttunni á samfélagsmiðlum:

Áttan á Instagram

Áttan á Facebook

SnapChat attan_official

mbl.is