Einblína á fimm flugvallarkosti

Flugvöllur á Hólmsheiði er meðal kosta sem Rögnunefndin skoðar.
Flugvöllur á Hólmsheiði er meðal kosta sem Rögnunefndin skoðar. mbl.is/RAX

„Það eru Löngusker, Bessastaðanes, Hvassahraun, Hólmsheiði og svo nýjar útfærslur í Vatnsmýrinni sem við erum að skoða.“

Þetta segir Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, en hún leiðir nefnd sem vinnur að því að finna varanlegt stæði fyrir Reykjavíkurflugvöll á höfuðborgarsvæðinu.

„Þessir kostir eru allir uppi á borðinu og við erum að safna gögnum um þá alla svo kostirnir séu samanburðarhæfir. Þar erum við að tala um ákveðin tæknileg gögn er varða veðurfarsmælingar, flugtækniupplýsingar, jarðfræðilegar upplýsingar og annað,“ segir hún, en meðal þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum við vinnuna eru Veðurstofa Íslands, Belgingur og Ísor, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: