Einelti er ekki einkamál

Páll Óskar Hjálmtýsson og Snædís Ásgeirsdóttir eru bæði fórnarlömb eineltis
Páll Óskar Hjálmtýsson og Snædís Ásgeirsdóttir eru bæði fórnarlömb eineltis mbl.is/Golli

Get­ur verið að þú haf­ir tekið þátt í því að gera skóla­göngu ein­hvers að lif­andi hel­víti með því að taka þátt í einelti eða staðið aðgerðarlaus hjá? Einelti er vanda­mál sem er ekki einka­mál og for­eldr­ar bera þar ábyrgð. Umræðan við eld­hús­borðið skipt­ir þar meðal ann­ars máli. Því það skipt­ir máli hvernig þú tal­ar um Nonna á neðri hæðinni fyr­ir fram­an börn þín. 

Fjallað var um einelti í grunn­skól­um á fundi á veg­um sam­starfs­hóps­ins Náum átt­um, sem er for­varna- og fræðslu­hóp­ur um vel­ferð barna og ung­linga, í morg­un.

Sat einn í sjö ár 

Einn þeirra sem sagði sögu sína er Páll Óskar Hjálm­týs­son, tón­list­armaður, en í sjö ár sat hann einn í grunn­skóla og þurfti að þola einelti í báðum þeim skól­um sem hann gekk í, Vest­ur­bæj­ar­skóla og Haga­skóla. Það var því ekki að ástæðulausu að hann valdi að fara í MH í stað MR líkt og flest­ir hinir í bekkn­um. Hann var bú­inn að fá nóg.

En hvernig byrjaði þetta allt sam­an? Jú hann var lé­leg­ur í fót­bolta í leik­fim­i­tíma. Það þýddi það að dreng­ur sem hafði verið hans besti vin­ur inn­an skól­ans sem utan, flutti sig frá hon­um og myndaði fjög­urra stráka klíku sem stjórnaði lífi Páls Óskars og fleiri bekkj­ar­fé­laga næstu sjö árin. 

Því Páll Óskar hef­ur fundið að hann var ekki einn þrátt fyr­ir að hafa liðið þannig á meðan einelt­inu stóð. Hann seg­ir að þegar bekk­ur­inn hitt­ist fyr­ir nokkru síðan hafi komið í ljós að fjöl­marg­ir höfðu svipaða sögu að segja. „Ég var svo hepp­inn að vera hvorki dig­ur né rauðhærður,“ seg­ir Páll Óskar. Hann þakk­ar sín­um sæla að hafa al­ist upp fyr­ir tíma snjall­tækj­anna og tóku fleiri í sama streng á fund­in­um í morg­un. 

Ég heiti Snæ­dís og er 14 ára

En Snæ­dís Ásgeirs­dótt­ir er hins veg­ar ekki svo hepp­in. Hún er fjór­tán ára og hef­ur búið við einelti nán­ast alla sína skóla­göngu. Hún endaði með því að flýja hverfið sem hún á heima í, Grafar­vog­inn, eft­ir að hafa orðið fyr­ir skelfi­legu einelti í tveim­ur skól­um hverf­is­ins og nú stund­ar hún nám í Ing­unn­ar­skóla. Þar ætl­ar hún að ljúka grunn­skóla­námi en hún er í ní­unda bekk. 

Mál Snæ­dís­ar vakti mikla at­hygli þegar hún steig fram í byrj­un janú­ar og sagði sögu sína í viðtali við Press­una.

Hún tek­ur þátt í fræðslu­verk­efn­inu um einelti með þeim Páli Óskari og Magnúsi Stef­áns­syni, fram­kvæmda­stjóra Maríta­fræðslunn­ar. Magnús, ólíkt þeim tveim­ur, var ger­andi ekki þolandi einelt­is í æsku. 

Á fund­in­um í morg­un lýsti Snæ­dís þess hvernig hún hafi verið pínd af skóla­fé­lög­um og nefndi sem dæmi að í tólf ára bekk var hún lát­in sniffa all­an fjand­ann, til sterk krydd ofl. Ef hún neitaði þá var gengið í skrokk á henni. En síðan tók ekki betra við þegar netáreitið hófst. Þar var húnn hvött til þess að drepa sig hún væri svo ljót, feit að viðkom­andi gæti gubbað. 

Efaðist um að hún ætti skilið að lifa

„Ég fór að ef­ast um að ég ætti skilað að lifa, ég  gat ekki hætt að hugsa um hvort ég ætti að lifa,“ seg­ir Snæ­dís.

Í viðtali við mbl.is seg­ir Snæ­dís að það hafi hjálpað henni mikið að stíga fram og eins finni hún að það hafi hjálpað mörg­um öðrum. Hún hafi fundið að hún væri ekki ein og skól­inn hafi brugðist við, skóla­stjórn­end­ur, náms­ráðgjafi og fleiri. Mik­il vinna hafi verið lögð í að efla hóp­astarf inn­an skól­ans. „Það er þannig í  dag að stór hluti skól­ans er í hóp­a­starfi og ef þú ert utan hóps­ins þá er mjög erfitt að kom­ast inn í hópa í dag. Eins er mjög erfitt að skipta um skóla,“ seg­ir Snæ­dís.

Eina vopnið er að segja frá

Einelt­inu er ekki lokið og hún er enn að fá hat­urs­skila­boð. „En ég finn að ég er orðin sterk­ari. Þegar ég kom fram fékk ég fullt af flott­um skila­boðum, meðal ann­ars á Face­book, frá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Ég finn að fólk styður mig og mér finnst það æðis­legt,“ seg­ir Snæ­dís og hvet­ur alla þá sem verða fyr­ir einelti að segja frá. „Það er eina vopnið okk­ar.“

Magnús seg­ir að það sé skelfi­legt að vera þolandi einelt­is en það sé líka öm­ur­legt að vera sá sem beiti aðra of­beldi sem slíku. Hann hafi átt mjög erfitt með að viður­kenna það sem hann gerði og það hafi verið gríðarlega erfitt sem full­orðinn maður að standa fyr­ir fram­an mann sem hann hafði beitt slíku einelti í æsku að viðkom­andi hrakt­ist úr bæj­ar­fé­lag­inu sem þeir bjuggu í. 

Lúsa­póst­ur Vöndu

Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, lektor í tóm­stunda­fræðum sem fjall­ar um ár­ang­urs­rík­ar leiðir í einelt­is­mál­um, seg­ir að hún vilji sjá eitt­hvað sem nefn­ist „Lúsa­póst­ur Vöndu“ þar vís­ar hún til pósta sem flest­ir for­eldr­ar kann­ast við. Upp hef­ur komið lús í skól­an­um..... En hún vill sjá slík­an póst varðandi einelti. Því það er ekki einka­mál þolanda og ger­anda og for­eldra þeirra. Einelti varðar alla í bekkn­um og um leið for­eldra þeirra. 

Bæði Vanda og Páll Óskar töluðu um það að þegar þau voru í grunn­skóla hafi orðið einelti ekki verið til en vanda­málið hafi hins veg­ar alltaf verið til staðar.

Mik­il­væg­asta liðið 

Að sögn Vöndu var einelti í bekkj­un­um sem hún var í og krakk­ar með henni í skóla sem leið illa. „Ég  skammaðist mín fyr­ir að hafa ekki veitt þeim aðstoð og því ákvað ég að berj­ast gegn einelti,“ seg­ir Vanda en árið 1989 varð einelt­is­bar­áttuliðið til og seg­ir hún það lang mik­il­væg­asta liðið sem hún hafi tekið þátt í. Þar sé eng­inn formaður, eng­in fé­lags­gjöld og eng­in Face­booksíða. „Þetta er ákvörðun sem maður tek­ur í hjart­anu. Ég ætla ekki að leggja í einelti held­ur berj­ast á móti því“ seg­ir Vanda.

Á fund­in­um lýsti hún hvernig börn skip­ist í hópa en í stærsta hópn­um eru þeir sem mörg­um lík­ar vel við. En svo eru tveir hóp­ar, sem eru með alls um 30% af heild­inni, 15% er hóp­ur barna sem er hafnað af sam­fé­lag­inu og 15% eru týndu börn­in sem all­ir gleyma. Yf­ir­leitt eru það þess­ir tveir síðast­nefndu sem verða fyr­ir einelti en þau eru oft með slæma fé­lags­lega stöðu og eru viðkvæm. Þeir sem eru með grein­ing­ar, til að mynda ADHD, verða oft fórn­ar­lömb einelt­is og út­skúf­un­ar.

Börn í fé­lags­leg­um vanda eiga oft í vand­ræðum með að eign­ast vini og halda þeim. Eru á botn­in­um og eiga erfitt að kom­ast þaðan. Börn með til­finn­inga- og hegðun­ar­vanda eru þris­var til fimm sinn­um lík­legri sinn­um lík­legra til að vera hafnað oft vegna þeirra eig­in hegðunar eða skorts á rétt­um fé­lags­leg­um viðbrögðum

Hún talaði sér­stak­lega um stelpu­hópa­vanda­mál þar sem tek­ist er á um leiðtoga­hlut­verkið og nei­kvæðir leiðtog­ar áber­andi. En vand­inn er ekki bara hjá börn­un­um því við full­orðna fólkið erum alls ekki nógu dug­leg að koma auga á og taka eft­ir vanda­mál­inu.

Það þarf að grípa inn og það er ekki nóg að segja „krakk­ar mín­ir verið nú góð“. Vand­inn lag­ast ekki við það. Bar­átt­an við einelti tek­ur lang­an tíma og for­varn­ar­starf skipt­ir þar gríðarlegu máli. 

Það bíður eng­inn upp á einelti

Mar­grét Júlía Rafns­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Barna­heill­um, Save the children á Íslandi, er ein þeirra sem hef­ur unnið að eineltis­verk­efni fyr­ir leik­skóla því eineltið byrj­ar oft snemma.

Á fund­in­um í morg­un lýsti Mar­grét því þegar hún byrjað að kenna árið 1985 og upp­lifði einelti meðal nem­enda. En henni fannst sár­ast að heyra kenn­ara tala um að viðkom­andi fórn­ar­lambi hafi nú beðið upp á þetta. „það bíður eng­inn upp á einelti,“ seg­ir Mar­grét Júlía. 

Oft skorti upp á umb­urðarlyndi fyr­ir marg­breyti­leik­an­um og það verði til ein­hver viðmið um hvað sé rétt og rangt - hvað sé í lagi og hvað ekki. „Það get­ur hins veg­ar breyst strax á morg­un eða eft­ir hent­ug­leika þess sem stjórn­ar,“ seg­ir Mar­grét.

Á ábyrgð full­orðna fólks­ins

Hún seg­ir að flest­ir kann­ist við stríðni og einelti strax í leik­skóla. Til að mynda eng­inn vilji leiða ein­hvern úr hópn­um eða sitja hjá hon­um í matn­um. Mar­grét seg­ist jafn­vel vita dæmi þess að börn hafi ekki viljað fara í leik­skól­ann af ótta við að verða fyr­ir áreiti vegna klæðaburðar.

Hér komi hlut­verk for­eldra inn - til að mynda hvernig við töl­um við mat­ar­borðið - get­ur verið að um­talið þar ýti und­ir að börn okk­ar leggi önn­ur börn í einelti, til að mynda vegna klæðaburðar, nafns, litar­hátt­ar eða ein­hvers ann­ars?

Ekki er mælt með því að segja við barn sem ætl­ar td. í fjólu­blá­um bux­um í leik­skól­ann að hann skuli velja aðrar bux­ur svo hon­um verði ekki strítt. Send­um við með því skila­boð til barns­ins að það sé í lagi að stríða þeim sem er í fjólu­blá­um bux­um. 

Það er ábyrgð okk­ar full­orðna fólks­ins að búa börn­um þannig um­hverfi að einelti þríf­ist ekki. Það þurfa ekki all­ir að vera eins, seg­ir Mar­grét. 

Það á að vera viður­kennt – gildi marg­breyti­leik­ans. Það er for­eldra að vera góðar fyr­ir­mynd­ir í orði og verki. „Við eig­um að þora að standa upp og benda á á já­kvæðan og upp­byggi­leg­an hátt,“ seg­ir Mar­grét og bæt­ir við að það oft aðalá­hyggju­efni for­eldra í for­eldraviðtöl­um hvernig börn­um þeirra líði í skól­an­um. 

Þeir Magnús og Páll Óskar hafa farið í skóla með fræðslu um einelti. Þar sýna þeir stutt­mynd um upp­vöxt Páls Óskars og ræða við börn og for­eldra þeirra um eineltið og líðan þeirra. Að sögn Páls Óskars er mynd­in ekki til á net­inu enda lifi hún ekki ein og sér held­ur sé hún hluti af stærra sam­hengi sem fer fram þegar þeir ræði við skóla­hópa á mið- og ung­linga­stigi.

Páll Óskar seg­ir í raun stór­kost­legt að hitta alla þessa krakka með at­hygl­ina á fullu og stein­halda kjafti. 

Að sögn Magnús­ar bætt­ist Snæ­dís svo í teymið ný­verið og hann hvet­ur aðra krakka til þess að stíga fram og segja sína sögu. 

Páll Óskar seg­ir að eineltið sé alls staðar og svo lúmskt að þeir sem hafi lagt aðra í einelti viti stund­um ekki einu sinni af því. „Ef þú elst upp við einelti þá get­ur  það haft áhrif á líf þeirra alla tíð,“ seg­ir Páll Óskar sem fagn­ar því að fleiri úrræði séu nú í boði fyr­ir þolend­ur og gerend­ur einelt­is en var þegar hann var að al­ast upp.

Páll Óskar tók þá ákvörðun á sín­um tíma að reykja hvorki né drekka. Það hafi líka verið öm­ur­legt að sjá bestu vin­kon­ur sín­ar á unglings­ár­un­um drep­ast áfeng­is­dauða í partý­um. Vera varn­ar­laus­ar og að hver sem er hafi getað gert hvað sem er við þær. Nú á snjallsíma­öld sé ástandið enn verra þegar hægt er að taka mynd­ir af öllu.

Það þarf hug­rekki til þess að stíga fram og segja sína sögu en bæði þeir sem fluttu er­indi á fund­in­um og fund­ar­gest­ir voru sam­mála um að til þess að hægt sé að vinna gegn einelt­inu þurfi allt sam­fé­lagið að bregðast við. Einelti er ekki einka­mál og það get­ur eyðilagt líf, eða jafn­vel eytt lífi. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="/mblplayer/i/87663/" style="border: 0;" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

 Páll Óskar sat einn í sjö ár 

Vanda Sigurgeirsdóttir
Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, Save the children á …
Mar­grét Júlía Rafns­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Barna­heill­um, Save the children á Íslandi, er ein þeirra sem hef­ur unnið að eineltis­verk­efni fyr­ir leik­skóla mbl.is/​Golli
Páll Óskar Hjálmtýsson og Magnús Stefánsson gerðu saman myndina Þolendur …
Páll Óskar Hjálm­týs­son og Magnús Stef­áns­son gerðu sam­an mynd­ina Þolend­ur og gerend­ur sem fjall­ar um einelti og leiðir til að upp­ræta það. mbl.is/​Golli
Páll Óskar Hjálmtýsson og Snædís Ásgeirsdóttir eru bæði fórnarlömb eineltis
Páll Óskar Hjálm­týs­son og Snæ­dís Ásgeirs­dótt­ir eru bæði fórn­ar­lömb einelt­is mbl.is/​Golli
Kröfuganga gegn einelti frá Hólabrekkuskóla
Kröfu­ganga gegn einelti frá Hóla­brekku­skóla mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Kröfuganga gegn einelti frá Hólabrekkuskóla
Kröfu­ganga gegn einelti frá Hóla­brekku­skóla mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Kröfuganga gegn einelti frá Hólabrekkuskóla
Kröfu­ganga gegn einelti frá Hóla­brekku­skóla mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Barnaheill hafa sett af stað átak gegn einelti í leikskólum
Barna­heill hafa sett af stað átak gegn einelti í leik­skól­um mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son
mbl.is