Flugfélagið Ernir hefur hafið sölu á flugi til og frá Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Salan í ár hefst mun fyrr en áður og má nefna að í fyrra hófst sala með flugi á Þjóðhátið í maí.
Flugfélagið Ernir mun því vera með loftbrú milli lands og Eyja og hafa nú þegar verið sett upp fjöldi aukafluga alla verslunarmannahelgina.
<span>Hægt er að kaupa miða með flugi á Þjóðhátíð í Eyjum á <a href="http://www.ernir.is">ernir.is</a></span>