Stórir þorsk- og ýsuárgangar á leiðinni

Stofnvísitala þorsks sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985
Stofnvísitala þorsks sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985 mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru frá­bær tíðindi að sterk­ir ár­gang­ar séu á leiðinni og í sam­ræmi við vænt­ing­ar okk­ar,“ seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, um niður­stöður mæl­inga á þorski í tog­ar­aralli.

Þær benda til að ástand helstu botn­fiska sé gott. Stofn­vísi­tala þorsks mæld­ist í ár sú hæsta frá upp­hafi stofn­mæl­ing­ar botn­fiska árið 1985 og er nú tvö­falt hærri en árin 2002-2008.

At­hygli vek­ur að í tog­ar­aralli í síðasta mánuði fékkst meira af ýsu fyr­ir norðan land en sunn­an. Árin 1985-1999 fékkst alltaf mun meira af ýsu við sunn­an­vert landið, en þessi breyt­ing hef­ur átt sér stað und­an­far­inn ára­tug. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag Kol­beinn Árna­son, fram­kvæmda­stjóri SFS, seg­ir þetta gleðitíðindi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina