Jók lánveitingar til kolefnaeldsneytisiðnaðar

Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans.
Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans. AFP

Alþjóðabank­inn lánaði rúm­lega þrjá millj­arða doll­ara til verk­efna sem tengj­ast jarðefna­eldsneyti á síðasta fjár­hags­ári, tæp­lega fjórðungi meira en árið áður, þrátt fyr­ir að for­seti bank­ans hafi ít­rekað kallað eft­ir því að hætt verði að veita op­in­bera styrki til olíu-, kola- og gas­vinnslu í heim­in­um.

Sam­kvæmt nýrri grein­ingu Oil Change In­ternati­onal, hug­veitu sem er gagn­rýn­in á notk­un kol­efna­eldsneyt­is, lánaði Alþjóðabank­inn 3,4 millj­arða doll­ara til verk­efna í kol­efna­eldsneyt­is­vinnslu í þró­un­ar­heim­in­um á fjár­hags­ár­inu 2013-14. Þetta er hæsta upp­hæðin sem veitt hef­ur verið til slíkra verk­efna í fjög­ur ár og 23% hækk­un miðað við fjár­hags­árið á und­an.

Jim Yong Kim, for­seti bank­ans, sagði við breska blaðið The Guar­di­an á mánu­dag að heim­ur­inn þyrfti að losa sig við niður­greiðslur til kol­efna­eldsneyt­isiðnaðar­ins strax. Ástæðan er lofts­lags­breyt­ing­ar sem hljót­ast af los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem á sér stað við bruna jarðefna­eldsneyt­is eins og olíu, gass og kola.

Tals­menn bank­ans segj­ast ósam­mála grein­ingu hug­veit­unn­ar. Hún skil­greini orku­verk­efni á allt ann­an hátt en Alþjóðabank­inn. Í raun hafi bank­inn dregið úr stuðningi sín­um við jarðefna­eldsneytis­verk­efni um nærri því helm­ing á síðasta fjár­hags­ári.

„Starfs­menn bank­ans hafa hár­rétt fyr­ir sér með áhyggj­um af niður­greiðslum til til jarðefna­eldsneyt­is en þeir þurfa að líta í eig­in barm líka. Þeir lánuðu meira en þrjá millj­arða doll­ara til jarðefna­eldsneyt­is í fyrra en það er allt klár­lega niður­greiðslur til fram­leiðslu jarðefna­eldsneyt­is. Alþjóðabank­inn ætti að fara fram með góðu for­dæmi en ekki reyna að fela að hlut­irn­ir haldi áfram óbreytt­ir,“ seg­ir Stephen Kretzmann, fram­kvæmda­stjóri Oil Change In­ternati­onal.

Frétt The Guar­di­an af lán­veit­ing­um Alþjóðabank­ans til kol­efna­eldsneyt­is­fram­leiðslu

mbl.is