Áttustrákar fara með Fjölnisstrákum í „hringbolta“

Strákarnir í Áttunni hafa nóg að gera núna þessa dagana. Í síðasta þætti kíktu þeir á meistaraflokk Fjölnis í fótbolta til þess að fá þá með sér í lið í að gera svokallaðan hringbolta.

Hringbolti lýsir sér þannig að hver leikmaður snýr sér 13 sinnum í kringum fótbolta og reynir svo að hlaupa í kringum 5 metra að næsta bolta og skora í markið.

Fjölnir lánaði þeim Emil Pálsson, Aron Sigurðarson og Viðar Ara Jónsson í þessa skemmtilegu þraut.

Þrautin verður gerð vikulega hjá þeim í sumar og verður einungis inn á Facebook síðu drengjanna. Markmiðið er að ná öllum liðum Pepsi-deildarinnar til þess að taka þátt.
Næsta fara þeir í Hafnafjörð og heimsækja þar FH.

mbl.is