Skjólstæðingum Aflsins á Akureyri fjölgaði á síðasta ári. Þá komu 115 nýir skjólstæðingar til samtakanna sem sinna um heimilis- og kynferðisofbeldismálum. Nemur fjölgunin 3,5% milli ára.
Þetta kemur fram í frétt á vef Vikudags.
Einkaviðtölum fjölgaði um 21% og voru 980 talsins, en alls komu 189 skjólstæðingar í einkaviðtöl í fyrra. Gríðarleg fjölgun hefur orðið í einkaviðtölum frá árinu 2009 eða um 300%.
Árskýrsla Aflsins verður kynnt í kvöld á sérstöku málþingi, þar sem vandinn og þörfin í málaflokknum á landsbyggðinni verður í brennidepli.
Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.