Nú er komið að þriðju keppninni hjá strákunum í Áttunni. Eins og í fyrri keppnum þá eru þeir búnir að útbúa eitthvað fyrir hvern annan og að þessu sinni er það undirskriftalistar. Þetta er alls ekki flókið, þeir labba upp að bláókunnugu fólki og biðja fólkið um að skrifa undir eitthvað sem þeir vita ekkert hvað er fyrr en þeir opna möppurnar sínar. Arnar fékk þann furðulega undirskrifalista um að það ætti ekki að vera neinn Ingó veðurguð í brekkusöngnum 2015 og var gaman að sjá hvernig fólk tók undir það. Einnig refsa þeir taparanum á skemmtilegan hátt og er hægt að sjá það inná www.mbl.is/attan.
Ótrúlega skemmtileg keppni sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara.
Fylgstu betur með strákunum:
www.facebook.com/attanofficial
www.instgram.com/attan_official
SnapChat: attan_official
WatchBox: attan_official