Kalifornía ætlar að draga hraðar úr losun

Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu (t.v.). Ríkisstjórnin hefur þurft að setja …
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu (t.v.). Ríkisstjórnin hefur þurft að setja takmarkanir á vatnsnotkun vegna viðvarnadi þurrka í ríkinu undanfarin fjögur ár. AFP

Rík­is­stjóri Kali­forn­íu, Jerry Brown, gaf út til­skip­un í dag sem skuld­bind­ur ríkið til þess að herða enn róður­inn í að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Lofts­lags­áætl­un rík­is­ins var fyr­ir ein sú metnaðarfyllsta í Banda­ríkj­un­um en Kali­forn­ía er nú þegar vel á veg kom­in með að ná fyrri mark­miðum sín­um.

Sam­kvæmt til­skip­un­inni mun Kali­forn­íu draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 40% miðað við los­un­in árið 1990 fyr­ir árið 2030. Nú­gild­andi lög rík­is­ins gera ráð fyr­ir að dregið verði úr los­un­inni um 80% fyr­ir árið 2050. For­veri Brown í embætti, Arnold Schw­arzenegger, skrifaði und­ir lög á sín­um tíma sem fyr­ir­skipuðu að los­un­in væri kom­in niður í þá sem var árið 1990 fyr­ir 2020 áður en 80% mark­inu yrði náð árið 2050. Emb­ætt­is­menn sögðu í dag að ríki sé vel á veg komið með að ná því mark­miði.

Brown sagði að auk­in sam­drátt­ur í los­un gróður­húsaloft­teg­unda væri lífs­nauðsyn­leg­ur til þess að hjálpa Kali­forn­íu að fjár­festa og samþykkja reglu­gerðir sem tryggi að lang­tíma­mark­miðið ná­ist. Ekki kem­ur hins veg­ar fram í til­skip­un­inni hvernig ríkið eigi að ná los­un­ar­mark­miðunum.

„Með þess­ari til­skip­un hef­ur Kali­forn­ía sett sér sjálfri, öðrum ríkj­um og lönd­um há­leitt mark­mið en það er mark­mið sem verður að nást, fyr­ir þessa kyn­slóð og þær sem á eft­ir koma,“ sagði Brown í dag.

Kali­forn­ía hef­ur orðið illa úti í mikl­um þurrk­um und­an­far­in ár sem Brown seg­ir að sé að minnsta kosti að hluta til af völd­um lofts­lags­breyt­inga sem eiga sér stað vegna los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um. Ríkið hef­ur meðal ann­ars glímt við vatns­skort og mikla skógar­elda vegna þurrk­anna.

mbl.is