Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók seint í gærkvöldi mann sem réðst á barnshafandi unnustu sína í Breiðholti vopnaður hníf.
Lögreglan fann manninn og tók af honum hnífinn. Hann verður vistaður í fangaklefa þar til hann verður yfirheyrður.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu reyndist konan blessunarlega lítið slösuð og málið komið í farveg en frá 12. janúar hefur verið í gangi átak á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar gegn heimilisofbeldi.