Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Edda Hermannsdóttir kunna að gleðja hvor aðra. Þær gáfu hvor annarri Kolaportsferð í afmælisgjöf. Stelpurnar eru þekktar fyrir fágaðan og vandaðan fatastíl og því verður mikið um fínirí á fatasölunni þeirra.
„Við Edda Hermanns áttum báðar afmæli á dögunum og ákváðum að gefa hvor annarri Kolaportsferð í afmælisgjöf. Við fluttum báðar í Vesturbæinn fyrir um ári og einhverra hluta vegna virðast fataskáparnir minni hér en á gamla staðnum,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Smartland Mörtu Maríu.
„Sigrún Ósk Kristjánsdóttur verður afmælisstuðningur í þessari ferð og mætir með sín sjónvarpsföt. Við erum aðallega að selja Boss, Karen Millen, Top Shop og svo framvegis. Og allt selst afar ódýrt 500-4.000 kr.,“ segir hún.
Kolaportið verður því undirlagt næsta sunnudag þegar drottningarnar mæta með góssið úr fataskápnum.