Eins og búist hafði verið við fóru mörg þúsund íbúar Baltimore út á götur borgarinnar til að mótmæla. Yfirbragð mótmælanna var þó annað í dag en það hefur verið undanfarnar vikur. Gripdeildir og ofbeldi hafa vikið fyrir því sem minnir miklu heldur á fagnaðarlæti. Mótmælendur komu saman fyrir framan ráðhús borgarinnar, og gengu þaðan að hverfinu þar sem Freddie Gray var drepinn 19. apríl.
„Þetta hefur verið mjög erfitt ástand,“ segir Autumn Hooper 25 ára gömul kona í samtali við AFP. „ Nú viljum við binda enda á lögregluofbeldið. Við viljum frið.“