Efla verkfræðistofa fór í einu og öllu eftir aðferðafræði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, við gerð skýrslu um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar.
Efla vann skýrsluna fyrir Isavia og segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í Morgunblaðinu í dag, að Efla hafi farið eftir aðferðafræði ICAO.
Til þess að meta forsendur útreikninga Eflu fékk Isavia óháða úttektaraðila; veðurfræðing, verkfræðing og sérfræðinga í flugleiðsögu, til að gera óháða úttekt á forsendum útreikninganna. „Þetta er allt alveg hárrétt og byggt á mjög nákvæmum veðurgögnum sem eru tekin á 15 sekúndna fresti,“ segir Guðni.