Nýjasti þáttur Áttunnar er kominn í loftið. Í þætti kvöldsins fara strákarnir í sína vikulegu keppni. Keppnin felst í því að þessu sinni að snerta andlit á ókunnugum eins oft og þeir geta. Mjög spennandi keppni. En þeim sem tapar er refsað í þættinum með ótrúlegum hætti í spinningtíma World Class.
Einnig hitta þeir á Erp Eyvindarson, eða eins og hann kallar sig Blaz Roca, á förnum vegi og komast að ýmsu um kappann. Hann er ekki allur þar sem hann er séður. Svo í lok þáttarins kíkja þeir í Áttabíó á mynd sem fjallar um ævintýramann sem leitar eftir hinu fullkomna sumarfríi. Þetta eru skemmtilegir þættir sem hafa slegið í gegn undan farin misseri. Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara.
Fylgstu með þeim á hinum ýmsu miðlum:
www.facebook.com/attanofficial
www.instagram.com/attan_official
SnapChat: Attan_Official
Svo eru þeir einnig á nýja íslenska Appinu Watchbox og hægt er að fylgja þeim þar undir kassamerkinu #attan_official