Borgarstjóri Baltimore hefur aflétt útgöngubanni sem verið hefur í borginni í sex daga. Bannið var sett á í kjölfar óeirða sem hófust eftir að svartur, ungur maður lést í haldi lögreglunnar í borginni.
Sex lögreglumenn hafa nú verið ákærðir vegna dauða Freddies Gray. Síðan þá hefur ástandið róast og mótmælin að mestu verið friðsamleg og ekki lengur talin þörf á útgöngubanni.
Samkvæmt útgöngubanninu máttu íbúar ekki vera á ferli eftir kl. 22 á kvöldin.
Borgarstjórinn Stephanie Rawlings-Blake sagði fréttatilkynningu í morgun að markmiðið væri að aflétta útgöngubanninu svo fljótt sem auðið væri. Nú væri það orðið tímabært.
Gray er talinn hafa hlotið alvarlega áverka er lögreglan handtók hann, setti í járn á fótum og höndum og færði inn í lögreglubíl. Hann var ekki settur í öryggisbelti er ekið var með hann á lögreglustöðina.