Nú er komið að fjórðu keppni Áttunnar og að þessu sinni er keppnin með sérstaklega óþægilegu ívafi. Keppnin snýst einfaldlega um það að snerta andlit á ókunnugri manneskju eins oft og þeir geta.
Menn voru misvel stefndir fyrir þessa keppni og er gífurlega gaman að sjá útkomuna. Þessar keppnir hafa slegið rækilega í gegn og fara þeir í svona keppnir í hverri viku. Ekki láta þessa keppni framhjá ykkur fara. Að sjálfsögðu fékk taparinn refsingu og þurfti hann að stjórna spinning-tíma í World Class Laugum.
Fylgstu með köppunum á hinum ýmsu miðlum:
www.instgram.com/attan_official
SnapChat: attan_official
Wachbox: #attan_official