Grænar áherslur til hægri og vinstri

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á opnum fundi með varaborgarstjórum og …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á opnum fundi með varaborgarstjórum og embættismönnum höfuðborga á Norðurlöndunum í Norræna húsinu í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Höfuðborg­irn­ar á Norður­lönd­un­um vaxa hratt en þær vilja all­ar vaxa inn­ávið með græn­um áhersl­um, óháð því hvort að vinstri- eða hægri­flokk­ar halda um stjórn­völ­inn, að sögn Dags B. Eggerts­son­ar, borg­ar­stjóra. Full­trú­ar höfuðborg­anna funduðu um lofts­lags­breyt­ing­ar í Reykja­vík í morg­un.

Á fund­in­um ræddu borg­ar­stjóri, vara­borg­ar­stjór­ar og emb­ætt­is­menn frá nor­rænu höfuðborg­un­um um aðgerðir til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda til að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um. Dag­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að það séu for­rétt­indi að eiga slíka ná­granna en þeir séu all­ir í fremstu röð hvað varðar borg­arþróun og um­hverf­is­mál. Borg­irn­ar hafi ólíka styrk­leika en áhuga­vert sé að sjá hversu mikið þær eigi sam­eig­in­legt í að tak­ast á við lofts­lags- og um­hverf­is­mál og þróun.

„Þetta eru hraðvaxt­ar­svæði og höfuðborg­irn­ar leiða efna­hagsþró­un­ina í hverju landi fyr­ir sig. Þær eru all­ar að vaxa mjög hratt en þær eru all­ar að reyna að gera það inn­ávið og með mjög græn­um áhersl­um. Þær leggja áherslu á gang­andi, hjólandi og al­menn­ings­sam­göng­ur. Þær eru að reyna að draga úr um­ferð einka­máli,“ seg­ir Dag­ur.

Sér­stak­lega upp­lýs­andi seg­ir hann að þar skipti engu máli hvort að flokk­ar sem telj­ast til hægri eða vinstri séu við völd í borg­un­um.

„Þess­ar grænu áhersl­ur ganga al­veg þvert á flokka. Kannski er eng­in borg sem bann­ar ný bíla­stæði í tengsl­um við nýja upp­bygg­ingu og fjar­læg­ir göm­ul eins og Osló sem hef­ur verið stýrt af hægri­flokk­um í átta ár. Það er líka mjög upp­lýs­andi að fólk, hvar í flokki sem það stend­ur, er orðið býsna sam­mála um hvernig eigi að þróa borg­ir til þess að ná mark­miðum í um­hverf­is­mál­um og lífs­gæðum,“ seg­ir borg­ar­stjóri.

Tekið föst­um tök­um eft­ir flóð og breytt veðurfar

Aðgerðir til að liðka fyr­ir um­ferð hjólandi og gang­andi og draga úr vægi einka­bíls­ins hafa gjarn­an mætt tölu­verðri gagn­rýni í Reykja­vík. Dag­ur seg­ir að umræðan um þessi mál sé til staðar í öll­um höfuðborg­un­um og það sem lúti að bíla­stæðamál­um sé oft það um­deild­asta. Eft­ir því sem af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga verða áþreif­an­legri hins veg­ar, virðist afstaða al­menn­ings breyt­ast.

„Það sem er at­hygl­is­vert er að bæði íbú­ar í Kaup­manna­höfn og Osló hafa verið að taka þessi mál fast­ari tök­um eft­ir ít­rekuð flóð í Kaup­manna­höfn og mikl­ar skemmd­ir vegna breyt­inga á veðurfari í Osló. Fólk upp­lifði ein­fald­lega að borg­un­um og fjár­hags­leg­um hags­mun­um væri ógnað með þeim af­leiðing­um sem eru tengd­ar við hækk­andi sjáv­ar­borð og hita­stig. Viðhorfið er líka að breyt­ast á meðal al­menn­ings í þess­um borg­um eft­ir því sem ég heyri best,“ seg­ir Dag­ur.

Þurfa að gera bet­ur í hjóla­stíg­um, Strætó og skipu­lagi

Þegar kem­ur að orku­fram­leiðslu standa Reyk­vík­ing­ar framar­lega borið sam­an við hinar höfuðborg­irn­ar þegar kem­ur að lofts­lags­mál­um. Hita­veit­an og græn orka þýðir að lít­ill út­blást­ur skap­ast af hús­hit­un. Þegar kem­ur að sam­göngu­mál­um standa ná­granna­borg­irn­ar hins veg­ar mun fram­ar, að sögn borg­ar­stjóra.

„Við höf­um sett okk­ur mark­mið og verið að fjölga þeim sem nota Strætó og hjóla í fyrsta skipti í mjög lang­an tíma en við erum ekki með tærn­ar þar sem þess­ar borg­ir hafa hæl­ana. Það sama má segja þegar við ber­um okk­ur sam­an við jafn­stór borg­ar­svæði á Norður­lönd­um eins og Reykja­vík­ur­svæðið er. Þar verðum við ein­fald­lega að gera bet­ur, í gegn­um Strætó, upp­bygg­ingu hjóla­stíga og skipu­lags­mál­in, ef við ætl­um að ná þeim ár­angri sem við vilj­um og vera sú græna borg sem við eig­um að stefna að því að vera,“ seg­ir Dag­ur.

mbl.is