Umferð jókst um Reykjavíkurflugvöll

Neyðarflugbrautin svokallaða er á norðausturhluta Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.
Neyðarflugbrautin svokallaða er á norðausturhluta Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. mbl.is/RAX

Flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, svonefnd neyðarbraut sem liggur norðaustur og suðvestur, var notuð 128 sinnum fyrstu 119 daga þessa árs, það er frá 1. janúar til 29. apríl sl.

Þar af var norðausturendinn (24) notaður 84 sinnum en suðvesturendinn (06) 44 sinnum. Þetta er mikil notkun miðað við notkun neyðarflugbrautarinnar á undanförnum árum og einnig í ljósi þess að einungis er um tæpan þriðjung ársins að ræða. Á sama tímabili í upphafi ársins voru allar þrjár flugbrautir flugvallarins notaðar samtals 15.733 sinnum.

Allt árið í fyrra var neyðarbrautin notuð 270 sinnum, árið 2013 var hún notuð 259 sinnum, 174 sinnum árið 2012 en 274 sinnum árið 2011. Heildarnotkun á neyðarbrautinni var 196 skipti árið 2010, 163 árið 2009 en 358 árið 2008 og er það mesta notkun á brautinni á heilu ári á tíu ára tímabili frá 2005 til 2014, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: