Íshellan að hverfa endanlega

Eftir því sem loftslag jarðar hlýnar skríða jöklar á Suðurskautslandinu …
Eftir því sem loftslag jarðar hlýnar skríða jöklar á Suðurskautslandinu hraðar fram og valda hækkun á yfirborði sjávar. AFP

Síðasti hluti Lar­sen B-ís­hell­unn­ar á Suður­skautsland­inu sem brotnaði upp árið 2002 veikist hratt og mun að lík­ind­um eyðast fyr­ir lok þessa ára­tug­ar, sam­kvæmt rann­sókn vís­inda­manna banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA. Talið er að ís­hell­an hafi verið til í um 10.000 ár en hún er nú að hverfa með öllu.

Rann­sókn­ir Ala Khazend­ar við Jet Prop­ulsi­on Lab (JPL) NASA í Kali­forn­íu og fé­laga benda til þess að ís­hell­an skríði nú hraðar fram, hún sé að brotna upp og stór­ar sprung­ur séu að mynd­ast í henni. Tveir af þver­jökl­um henn­ar skríða einnig hraðar fram og þynn­ast hratt.

„Þó að það sé heill­andi út frá sjón­ar­miði vís­ind­anna að fylgj­ast með ís­hell­unni verða óstöðug og brotna upp frá fremsta bekk þá eru þetta slæm tíðindi fyr­ir plán­et­una okk­ar. Íshell­an hef­ur verið til í að minnsta kosti 10.000 ár en bráðum verður hún horf­in með öllu,“ seg­ir Khazend­ar.

Skríður fram um 700 metra á ári

Íshell­ur eru nokk­urs kon­ar hliðverðir á leið jökla sem skríða niður af Suður­skautsland­inu í sjó­inn. Án þeirra skríða jökl­arn­ir hraðar fram í hafið og yf­ir­borð sjáv­ar hækk­ar hraðar fyr­ir vikið. Khazend­ar seg­ir að spá hans um framtíð Lar­sen B-hell­unn­ar bygg­ist á því að sprunga sem myndaðist og hef­ur víkkað í hell­unni muni á end­an­um kljúfa hana í gegn. Dreggj­arn­ar af hell­unni muni brotna upp í hundruð borga­rís­jaka sem reki í burtu. Í kjöl­farið muni jökl­arn­ir eiga greiðari leið í hafið.

Í ljós kom tveir af þrem­ur þver­jökl­um ís­hell­unn­ar skríða nú hraðar fram og þynn­ast hratt. Þannig skríður sá hluti Flask-þver­jök­uls­ins sem fer hraðast yfir nú fram um 700 metra á ári.

„Þessi rann­sókn á jökl­um Suður­skauts­skag­ans gef­ur inn­sýn í það hvernig ís­hell­ur sem liggja sunn­ar, þar sem mun meira magn af landís er að finna, munu bregðast við hlýn­andi lofts­lagi,“ seg­ir Eric Rignot, jökla­fræðing­ur við JPL og einn af höf­und­um rann­sókn­ar­inn­ar.

Frétt á vef NASA um rann­sókn­ina á Lar­sen B-ís­hell­unni

mbl.is