Fjölmargir umhverfisverndarsinnar komu sér fyrir á kajökum og öðrum smábátum við strönd bandarísku borgarinnar Seattle í gær. Komu þeir þannig í veg fyrir að olíuborpallur gæti siglt í átt að Norður-Íshafinu.
Olíurisinn Shell hefur fengið leyfi til þess að bora eftir olíu á Íshafinu, en áformin hafa vakið hörð viðbrögð og verið fordæmd af öllum helstu umhverfisverndarsamtökum. Telja umhverfisverndarsinnar að olíuleitin gæti leitt til mengunar á Norðurskautinu.