Mótmæltu áformum Shell

00:00
00:00

Fjöl­marg­ir um­hverf­is­vernd­arsinn­ar komu sér fyr­ir á kajök­um og öðrum smá­bát­um við strönd banda­rísku borg­ar­inn­ar Seattle í gær. Komu þeir þannig í veg fyr­ir að olíu­bor­pall­ur gæti siglt í átt að Norður-Íshaf­inu.

Ol­í­uris­inn Shell hef­ur fengið leyfi til þess að bora eft­ir olíu á Íshaf­inu, en áformin hafa vakið hörð viðbrögð og verið for­dæmd af öll­um helstu um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um. Telja um­hverf­is­vernd­arsinn­ar að olíu­leit­in gæti leitt til meng­un­ar á Norður­skaut­inu.

mbl.is