Tóku sex af lífi í Egyptalandi

Mennirnir sex voru hengdir fyrir árás í nafni skæruliðasamtaka.
Mennirnir sex voru hengdir fyrir árás í nafni skæruliðasamtaka. Amnesty International

Egypsk yfirvöld hafa tekið sex menn af lífi fyrir að hafa gert árásir í nafni helstu skæruliðasamtaka landsins en hreyfingin hefur lýst yfir stuðningi við Ríki íslams.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær mennirnir sex voru hengdir en þeir höfðu allir verið dæmdir til dauða af herrétti.

mbl.is