Gera ráð fyrir 4-6 gráðu hækkun

Umhverfisverndarsinnar segja að olíuleki myndi hafa hörmulegar afleiðingar í för …
Umhverfisverndarsinnar segja að olíuleki myndi hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir dýraríki á svæðinu. AFP

Inn­an­hús­skjal sem Royal Dutch Shell hef­ur stuðst við í stefnu­mót­un ger­ir ráð fyr­ir að hita­stig á jörðinni muni hækka um 4 gráður til skemmri tíma og 6 gráður til lengri tíma. Sér­fræðing­ar eru sam­mála um að slík hækk­un myndi hafa veru­leg­ar og al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér, og nátt­úru­vernd­arsinn­ar gagn­rýna Shell fyr­ir að vinna út­frá slík­um for­send­um.

Guar­di­an sagði frá því í gær að í skjal­inu er stuðst við spár frá In­ternati­onal Energy Agency (IEA), sjálf­stæðri stofn­un. Skjalið virðist gera ráð fyr­ir því að hita­stig muni hækka um­fram þær 2 gráður sem ríki heims hafa komið sér sam­an um sem viðmið fyr­ir „viðráðan­lega“ hækk­un, en sam­kvæmt milli­ríkja­nefnd­inni um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC) myndi 4 gráðu hækk­un fyr­ir árið 2100 hafa í för með sér 52-98 senti­metra hækk­un sjáv­ar­borðs. Af­leiðing­arn­ar yrðu flóð, út­dauði dýra- og plöntu­teg­unda, og þá gæti hita­stig á ákveðnum stöðum, t.d. á norður­skaut­inu og í vest­ur- og suður­hluta Afr­íku, hækkað um allt að 10 gráður.

Í skjal­inu seg­ir að fyr­ir­tækið sjái ekki í hendi sér að stjórn­völd taki skref til að tak­marka hækk­un­ina við 2 gráður.

Nátt­úru­vernd­arsinn­ar segja að vegna þess að fyr­ir­tækið gangi út­frá fyrr­greind­um for­send­um, sé ekki hægt að taka mark á því sem það hef­ur fram að færa varðandi lofts­lags­mál.

Guar­di­an hef­ur eft­ir Louise Rou­se, sam­skipta­sér­fræðing og ráðgjafa Green­peace, að skjalið varpi rýrð á full­yrðing­ar Shell um að áfram­hald­andi leit að olíu- og gas­lind­um leiði til betri lífs­kjara í þró­un­ar­lönd­un­um, þar sem þær séu orku­auðlind­ir vax­andi hag­kerfa.

„Það er í besta falli sam­heng­is­leysi milli þess að olíu­fyr­ir­tæki geri sig út fyr­ir að vera á bandi þró­un­ar­ríkja ann­ars veg­ar og að hins veg­ar fylgi þau eft­ir áætl­un­um sem munu hafa í för með sér ham­fara­kennd­ar lofts­lags­breyt­ing­ar, sem við vit­um þegar að eru að hafa um­tals­verð áhrif á suður­hvel heims­ins.“

Shell hef­ur neitað að tjá sig um skjalið, en sér­fræðing­ar inn­an ol­íuiðnaðar­ins sögðu í sam­tali við Guar­di­an að því væri ekki ætlað að vera upp­drátt­ur að viðskipta­áætl­un. Hins veg­ar end­ur­speglaði það „trú­verðugar álykt­an­ir“ sem væri ætlað að fá stjórn­end­ur til að velta fyr­ir sér út­kom­um sem e.t.v. væru ólík­leg­ar til að verða að veru­leika.

Fjöldi aðgerðasinna réri út að olíu­bor­palli Shell í höfn­inni í Seattle í Banda­ríkj­un­um á laug­ar­dag til að mót­mæla bor­un­um fyr­ir­tæks­ins á norður­skaut­inu. Ákvörðun Barack Obama Banda­ríkja­for­seta að heim­ila bor­an­irn­ar hafa vakið mikla reiði um­hverf­is­vernd­arsinna. Þeir segja m.a. að olíuleki myndi hafa hörmu­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir dýra­ríki á svæðinu.

Obama hef­ur sagt að olíu­fram­leiðsla sé „mik­il­væg“ en hef­ur jafn­framt talað fyr­ir því að skipta kol­efna­eldsneyti út fyr­ir um­hverf­i­s­vænni orku­gjafa.

Shell virðist gera ráð fyrir því að hitastig muni hækka …
Shell virðist gera ráð fyr­ir því að hita­stig muni hækka um 4 gráður til skemmri tíma og 6 gráður til lengri tíma. AFP
Mótmælendur sigldu að borpallinum á laugardag, en hann er á …
Mót­mæl­end­ur sigldu að bor­pall­in­um á laug­ar­dag, en hann er á leið á norður­skautið. AFP
mbl.is