Strákarnir í Áttunni hafa farið hamförum síðustu misseri hér á mbl.is. Davíð Oddsson kíkti til þeirra á sunnudaginn og var það vægast sagt skrautlegt. Nú hafa þeir gefið frá sér annað myndbrot frá þætti sunnudagsins og er það nýjasta tónlistarmyndband Nökkva Fjalars. Nökkvi hefur reynt fyrir sér þrívegis í þessum bransa og nú í fjórða skiptið og fyrir okkur hin vonandi það síðasta. Nökkvi Fjalar verður seint talinn hæfileikaríkur á þessu sviði en hann nær botninum í myndbandsgerð í þetta skiptið. Þáttastjórnendur Áttunnar láta Nökkva heyra það og stoppa myndabandið eftir aðeins mínútu spilun. Ekki láta þessa vitleysu framhjá þér fara.
Fylgstu meira með þeim hér:
www.facebook.com/attanofficial
www.instagram.com/attan_official
SnapChat: Attan_official
Watchbox: #attan_official